Tryggingastofnun

TR heyrir undir félagsmálaráðuneytið og er ein stærsta þjónustustofnun landsins. Stofnunin setur ekki lög eða reglugerðir og ákvarðar ekki fjárhæðir bóta.

TR starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007.

Hlutverk

Hlutverk TR er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.

Stjórnsýslan

Alþingi setur lög sem TR starfar samkvæmt: 

TR starfar einnig eftir reglugerðum frá félagsmálaráðuneyti.