Örorkustyrkur er hugsaður fyrir einstaklinga á aldrinum 18-67 ára sem bera verulegan aukakostnað vegna örorku sinnar, t.d. vegna lyfja, læknishjálpar eða hjálpartækja. Örorkustyrkur miðast við 50% örorkumat.
- Örorkustyrkur er tekjutengdur og reiknast út frá tekjuáætlun
- Skilyrði er að umsækjandi hafi verið búsettur á Íslandi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram eða í sex mánuði ef starfsorka var óskert við flutning til landsins
- Örorkustyrkur fyrir fólk á aldrinum 18-61 árs getur hæstur verið 3/4 af fullum örorkulífeyri
- Fyrir fólk á aldrinum 62-67 ára er örorkustyrkur jafn hár örorkulífeyri
- Engar viðbótargreiðslur eru með örorkustyrk nema til þeirra sem hafa börn undir 18 ára á framfæri sínu. Viðbótin er 75% af barnalífeyri fyrir hvert barn
Tekjur maka hafa almennt ekki áhrif á greiðslur nema fjármagnstekjur sem eru reiknaðar sameiginlega hjá sambúðarfólki/hjónum. Reiknað er með helmingi hjá hvoru um sig við útreikning bóta.
Örorkustyrkur fellur niður:
- Ef árstekjur fara yfir ákveðin mörk, sjá hér.
- Þegar endurnýjað örorkumat er undir 50%
- Þegar einstaklingur verður 67 ára, því þá öðlast hann rétt til ellilífeyris og þarf að sækja sérstaklega um hann
- Ef endurnýjun á örorkumati berst of seint til TR fellur örorkustyrkur niður þar til nýtt örorkumat hefur verið afgreitt
- Ef búsetuskilyrði eru ekki uppfyllt