Endurmat örorku

Ef veikindi eru enn til staðar þegar tímabil örorkumats rennur út er hægt að sækja um endurmat. Sækja þarf um með fyrirvara þar sem afgreiðslutími getur verið upp í 14 vikur. Við endurmat þarf að skila inn:

  • Nýrri umsókn um örorkulífeyri
  • Læknisvottorði frá þeim lækni sem best þekkir til veikindanna

Ef önnur gögn reynast nauðsynleg til að hægt sé að meta réttindi mun umsækjandi fá bréf um það eftir að umsókn og læknisvottorð hafa borist TR.