Markmið umönnunargreiðslna er að veita fjárhagslegan stuðning til framfærenda fatlaðra og/eða langveikra barna auk barna með þroskaraskanir. Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður.
Umönnunarmat getur verið frá fæðingu barns og til 18 ára aldurs. Umönnunargreiðslur eru skattfrjálsar og greiddar út fyrirfram í byrjun mánaðar.
Umönnunarmat byggir á 4. grein laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 og reglugerð nr. 504/1997.
Fylgiskjöl með umsókn:
- Læknisvottorð
- Upplýsingar um meðferð barns
- Staðfesting á útlögðum kostnaði (afrit af kvittunum)
- Eftir atvikum greinargerðir félagsráðgjafa, lækna, sálfræðinga, starfsmanna skóla, og annars fagfólks
- Tillaga að umönnunarmati frá félagsþjónustu sveitarfélags ef um er að ræða barn með fötlun (TR kallar eftir þessum upplýsingum frá viðkomandi sveitarfélagi)