Tryggingastofnun veitir ýmsa aðstoð vegna barna. Réttindi geta til dæmis verið vegna langveikra eða fatlaðra barna, meðlags, foreldragreiðslna, umönnunargreiðslna og barnalífeyris.
Meðlag greiðist að öllu jöfnu þar til barn nær 18 ára aldri. Við 18 ára aldur getur barnið sótt um framlag vegna menntunar. Með umsókn þarf að fylgja úrskurður frá sýslumanni.
Mæðra- og feðralaun er heimilt að greiða einstæðum foreldrum sem eru búsett á Íslandi, hafa á framfæri tvö börn sín eða fleiri undir 18 ára aldri, eiga sama lögheimili og börnin sem greitt er með.
Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til framfærenda fatlaðra og/eða langveikra barna auk barna með þroskaraskanir. Skila þarf inn umsókn ásamt læknisvottorði og öðrum fylgigögnum.
Foreldragreiðslur eru greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Greiðslur eru til þeirra foreldra sem þurfa að leggja niður störf eða nám vegna veikinda eða fötlunar barna sinna.
Hægt er að sækja um niðurfellingu meðlags, mæðra/feðralauna, barnalífeyris og umönnunargreiðslna.