Endurhæfingaráætlun

Í endurhæfingaráætlun þurfa að koma fram upplýsingar um langtíma- og skammtímamarkmið endurhæfingar, ásamt greinargóðri lýsingu á innihaldi hennar. Mikilvægt er að starfshæfni sé alltaf höfð að leiðarljósi í endurhæfingu og endurhæfingaráætlun því byggð upp með áherslu á endurkomu á vinnumarkað.

Endurhæfingaráætlun er alltaf gerð í samvinnu umsækjanda við heilbrigðismenntaðan fagaðila sem er annað hvort sjálfstætt starfandi eða starfa hjá starfsendurhæfingarstöðvum, heilbrigðisstofnunum, félagsþjónustu eða fyrirtækjum og stofnunum í endurhæfingaþjónustu. 

Þeir endurhæfingarþættir sem koma fram í endurhæfingaráætlun þurfa alltaf að taka mið af þeim heilsufarsvanda sem veldur óvinnufærni.

Endurhæfingaráætlun þarf að byggja á eftirfarandi upplýsingum: 

  • Langtíma- og skammtímamarkmiðum endurhæfingar
  • Greinargóðri lýsingu á innihaldi endurhæfingar
  • Hve oft í viku/mánuði lögð er stund á endurhæfingarúrræði sem lagt er upp með í áætlun og hverjir eru fagaðilar
  • Tímalengd endurhæfingartímabils sem sótt er um
  • Fyrri endurhæfing ef við á
  • Hvenær gert er ráð fyrir endurkomu á vinnumarkað

Skila þarf inn upplýsingum um framvindu endurhæfingar á síðasta tímabili ef sótt er um framlengingu á endurhæfingarlífeyri. 

Ef endurhæfingunni er ekki sinnt í samræmi við fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun eða umsækjandi hættir í endurhæfingu skal meðferðaraðili/ráðgjafi láta TR vita og er endurhæfingarlífeyrir þá stöðvaður.