• Almenn réttindi

Endurhæfing

Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði.


Endurhæfing

Endurhæfing

Um endurhæfingarlífeyri

Endurhæfingarlífeyrir er ætlaður þeim sem eru óvinnufærir vegna sjúkdóma eða slysa og eru í endurhæfingu til að komast aftur út á vinnumarkað. 

Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði.

Óvinnufærni án virkrar endurhæfingar veitir ekki rétt til greiðslu endurhæfingarlífeyris.

Hvað skilyrði þarf umsækjandi að uppfylla?

Umsækjandi þarf að :

 • Eiga lögheimili á Íslandi.
 • Vera á aldrinum 18–67 ára.
 • Hafa lokið áunnum veikindarétti sínum frá atvinnurekanda og greiðslum sjúkra- eða slysadagpeninga frá stéttarfélagi og vátryggingafélögum.
 • Eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Athugið að réttur á sjúkradagpeningum frá stéttarfélagi getur verið til staðar í framhaldi af atvinnuleysisbótum.
 • Vera í starfsendurhæfingu þar sem endurhæfingaráætlun liggur fyrir

Sérreglur gilda þegar lögheimili er flutt til Íslands erlendis frá.

Þegar óskert vinnufærni er við komuna til landsins: 

 • Réttur til að sækja um endurhæfingarlífeyri myndast 6 mánuðum eftir að lögheimili er skráð á Íslandi.  

Skert vinnufærni við komuna til landsins: 

Hvernig er sótt um?

Sótt er  um endurhæfingarlífeyri af Mínum síðum.

Með umsókn þarf að fylgja: 

Endurhæfingaráætlun er alltaf gerð í samvinnu við meðferðaraðila/ráðgjafa, t.d. ráðgjafa VIRK, Starfsendurhæfingarstöðva, lækna eða starfsfólk heilsugæslu/ heilbrigðisstofnana eða félagsþjónustu. 

Eftir aðstæðum umsækjanda þurfa eftirfarandi staðfestingar að fylgja með umsókn:

 • Frá atvinnurekanda um hvenær rétti til veikindalauna lýkur/hafi lokið.
 • Frá sjúkra- eða styrktarsjóði stéttarfélaga um hvenær rétti til greiðslna sjúkradagpeninga lýkur/hafi lokið eða staðfestingu á að réttur sé ekki til staðar.
 • Frá fæðingarorlofssjóði um hvenær greiðslu fæðingarorlofs/-styrks lýkur/hafi lokið.
 • Frá RSK um stöðvun reiknaðs endurgjalds ef umsækjandi er eigin atvinnurekandi eða verktaki.
 • Um einingafjölda náms frá skóla ef nám er hluti endurhæfingar.
 • Frá atvinnurekanda um starfshlutfall ef hlutastarf/vinnuprófun er liður í endurhæfingu.
Nám eða vinna/vinnuprófun getur einungis verið hluti endurhæfingar. Ávallt þarf að skoða heilsufarsvanda umsækjanda og hvernig er verið að taka á honum í endurhæfingu samhliða námi/vinnu. Að jafnaði er ekki veittur endurhæfingarlífeyrir ef nám eða vinna fer yfir 65% af fullu námi eða vinnu.

Hvað þarf að koma fram í endurhæfingaráætlun?

Í endurhæfingaráætlun skal hafa áherslu á endurkomu á vinnumarkað.

Meðferðaraðili/ráðgjafi gerir endurhæfingaráætlun í samvinnu við umsækjanda og er hún undirrituð af báðum aðilum. 

Þeir endurhæfingarþættir sem koma fram í endurhæfingaráætlun þurfa alltaf að vera vegna þess heilsufarsvanda sem veldur óvinnufærni.

Mikilvægt er að starfshæfni sé höfð að leiðarljósi í endurhæfingu og endurhæfingaráætlun sé byggð upp með áherslu á endurkomu á vinnumarkað. 

Endurhæfingaráætlun þarf að byggja á eftirfarandi upplýsingum: 

 • Langtíma- og skammtímamarkmiðum endurhæfingar.
 • Greinargóðri lýsingu á innihaldi endurhæfingar.
 • Hve oft í viku/mánuði lögð er stund á endurhæfingarúrræði sem lagt er upp með í áætlun og hverjir eru fagaðilar.
 • Tímalengd endurhæfingartímabils sem sótt er um.
 • Fyrri endurhæfing ef við á.
 • Hvenær gert er ráð fyrir endurkomu á vinnumarkað.

Ef endurhæfingunni er ekki sinnt í samræmi við fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun eða umsækjandi hættir í endurhæfingu skal meðferðaraðili/ráðgjafi láta TR vita og er endurhæfingarlífeyrir þá stöðvaður.

Getur nám eða vinnuprófun verið hluti endurhæfingar?

Nám eða vinna/vinnuprófun getur verið hluti endurhæfingar. 

Ávallt þarf að skoða heilsufarsvanda umsækjanda og hvernig tekið er á honum í endurhæfingu samhliða námi/vinnu. 

Af hverju þarf ég að skila tekjuáætlun?

Réttindi hjá TR eru háð tekjum og skila þarf tekjuáætlun um leið og sótt er um. 

Ef tekjur eða aðstæður breytast er nauðsynlegt að breyta tekjuáætluninni. Hægt er að skila inn tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is. 

Eftir að tekjuáætlun hefur verið breytt er hægt að fá bráðabirgðaútreikning á Mínum síðum. Einnig er hægt að skila tekjuáætlun á pappír hjá TR eða umboðum víðs vegar um landið. 

Hvernig er umsókn metin?

Þegar öll gögn hafa borist er umsóknin metin út frá lögum um félagslega aðstoð.

Niðurstaða er birt á Mínum síðum á tr.is. 

Ef umsókn er synjað er bréf sent á lögheimili og úrskurður birtur á Mínum síðum. 

TR metur hvort endurhæfing í áætlun er fullnægjandi og hvort önnur skilyrði fyrir samþykkt endurhæfingarlífeyris eru til staðar.

Upplýsingar í sambandi við mat á umsókn:

 • Ef umsókn er samþykkt er niðurstaða endurhæfingarmats birt á Mínum síðum á tr.is.
 • Ef umsókn er synjað er bréf sent á lögheimili og úrskurður birtur á Mínum síðum
 • Endurhæfingarlífeyrir er veittur í mislangan tíma, þó að jafnaði ekki lengur en til sex mánaða í senn.
 • Endurhæfingar­lífeyrir er greiddur fyrirfram.

Greiðslur eru frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að umsókn og öll fylgigögn hafa borist TR og skilyrði til endurhæfingarlífeyris hafa verið staðfest. Dæmi: Ef umsækjandi lýkur greiðslum úr sjúkrasjóði stéttarfélaga t.d. 15. maí, þá skapast réttur til endurhæfingarlífeyris frá 1. júní að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Synjun umsóknar

Ef innihaldi endurhæfingar í endurhæfingaráætlun er ábótavant getur umsókn verið synjað. Ástæður synjunar geta verið:

 • Starfsendurhæfing er ekki hafin.
 • Engin virk endurhæfing er í gangi.
 • Þegar ekki er verið að taka á heilsufarsvanda og endurhæfing felst einungis í námi eða vinnuprófun.
 • Ef áætlun telst ekki fullnægjandi og/eða áætlun um endurkomu á vinnumarkað er óskýr eða vantar.
 • Einungis er verið að afla gagna í formi sérhæfðs mats eða starfsgetumats. 


Hvernig er sótt um framlengingu á greiðslum?

Ef þörf er á framlengingu endurhæfingarlífeyris þarf nýja endurhæfingaráætlun frá meðferðaraðila/ráðgjafa. 

Áætlunin er gerð og undirrituð af umsækjanda og þeim meðferðaraðila/ráðgjafa sem heldur utan um  endurhæfinguna og veitir stuðning og eftirfylgd.

Í endurhæfingaráætlun þarf að koma fram hvernig endurhæfing á því endurhæfingartímabili sem er að ljúka hafi gengið og hvort fyrri áætlun hafi staðist eins og lagt var upp með í upphafi. Ef endurhæfing hefur ekki gengið samkvæmt áætlun þurfa að koma fram nánari útskýringar á ástæðum þess og/eða hvort aðstæður umsækjanda hafi breyst.

Skila þarf eftirfarandi gögnum til Tryggingastofnunar þegar óskað er eftir framlengingu endurhæfingarlífeyris:

 • Endurhæfingaráætlun. 
 • Eftir því sem við á þarf að skila eftirfarandi staðfestingum:
  - Um einingafjölda náms frá skóla ef nám er hluti endurhæfingar á því tímabili sem verið er að sækja um.
  Einnig þarf að liggja fyrir staðfesting frá skóla um hve mörgum einingum var lokið á fyrri önn ef nám var þá hluti af endurhæfingu.
  - Frá atvinnurekanda um starfshlutfall ef hlutavinna/vinnuprófun er samhliða annarri endurhæfingu.

TR getur þurft að óska eftir staðfestingu/yfirliti yfir mætingar í endurhæfingarúrræði frá þeim fagaðilum sem einstaklingur hefur verið í endurhæfingu hjá á fyrra endurhæfingartímabili.

Er hægt að sækja um lengur en 18 mánuði?

Þegar einstaklingur hefur fengið endurhæfingarlífeyri í 18 mánuði er heimilt að framlengja greiðslutímabilinu um allt að 18 mánuði til viðbótar, að hámarki 36 mánuði, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.  Gerðar eru kröfur um ítarlegri greinargerð frá meðferðaraðila/ráðgjafa með rökstuðningi um hvernig endurhæfing hefur gengið og ástæður fyrir þörf á áframhaldandi endurhæfingu.  Einnig þarf að skila inn nýrri umsókn  og læknisvottorði vegna endurhæfingar-lífeyris.  Auk umsóknar og vottorðs þarf að skila inn eftirfarandi staðfestingum ef við á. (Ekki er þörf á því að skila þeim inn aftur ef þær eru nú þegar skráðar hjá TR.) 

 • Einingafjölda náms frá skóla ef nám er hluti endurhæfingar á því tímabili sem verið er að sækja um. Einnig þarf að liggja fyrir staðfesting frá skóla um hve mörgum einingum var lokið á fyrri önn ef nám var þá hluti af endurhæfingu.
 • Frá atvinnurekanda um starfshlutfall ef hlutastarf/vinnuprófun er samhliða annarri endurhæfingu.  
TR getur þurft að óska eftir staðfestingu/yfirliti frá fagaðilum yfir mætingar í endurhæfingarúrræði á fyrra endurhæfingartímabili.

Hvenær falla greiðslur niður?

Við ákveðnar aðstæður geta greiðslur verið stöðvaðar. Það á m.a. við í eftirfarandi tilvikum: 

 • Þegar einstaklingur sinnir ekki fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun.
 • Ef tekjur umsækjanda fara yfir ákveðin tekjumörk.
 • Þegar endurhæfingarmat fellur úr gildi.
 • Þegar lífeyrisþegi verður 67 ára.
 • Ef lögheimili er flutt frá Íslandi.
 • Þegar einstaklingur hefur dvalið lengur en eitt ár á stofnun í greiningar- og endurhæfingarskyni.
 • Ef endurhæfingarlífeyrisþegi er dæmdur til fangelsisvistar falla greiðslur TR niður strax frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að afplánun hefst.
 • Við andlát lífeyrisþega. 

Hver eru hlutverk endurhæfingaraðila og þess sem er í endurhæfingu?

Endurhæfingaraðili veitir þátttakanda endurhæfingar stuðning og ráðgjöf varðandi markmið og áætlun endurhæfingar á endurhæfingartímabilinu og heldur utan um endurhæfngaráætlun. 

Sá sem er í endurhæfingu skuldbindur sig til að taka þátt í endurhæfingunni frá upphafi til enda. Ef þátttakandi sinnir ekki endurhæfingu samkvæmt endurhæfingaráætlun eða hættir í endurhæfingu skal endurhæfingaraðili tilkynna það til TR og er endurhæfingarlífeyrir þá stöðvaður.

Geta endurhæfingarlífeyrisþegar átt frekari rétt hjá TR?

Þeir sem eru á endurhæfingarlífeyri geta átt rétt á tengdum greiðslum frá TR eftir aðstæðum. Þau réttindi eru: 

 • Tekjutrygging. 
  Ekki þarf að sækja sérstaklega um tekjutryggingu
 • Heimilisuppbót.

  Hægt að sækja um á Mínum síðum.

 • Uppbót á lífeyri (greitt vegna eftirfarandi: Sjúkra- og lyfjakostnaðar, umönnunar, dvalar á sambýli, rafmagnskostnaðar vegna súrefnissíu, heyrnartækja og húsaleigu sem fellur utan húsaleigubóta).
  Hægt að sækja um á Mínum síðum.

 • Mæðra- eða feðralaun.

  Hægt að sækja um á Mínum síðum  eða á þar til gerðu eyðublaði.

 • Barnalífeyri.

  Hægt að sækja um á Mínum síðum  eða á þar til gerðu eyðublaði.

 • Sérstök uppbót til framfærslu sem greiðist þegar tekjur eru undir ákveðinni fjárhæð.
  Ekki þarf að sækja sérstaklega um. 

Hvenær er greitt í fyrsta sinn?

Nýtt mat: Miðað við að fullnægjandi gögn hafi borist TR er afgreiðslutími endurhæfingarlífeyris um fjórar til sex vikur. 

Endurmat: Miðað við að fullnægjandi gögn hafi borist TR er afgreiðslutími endurmats endurhæfingarlífeyris allt að þrjár vikur.

Greiðslur eru frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að virk endurhæfing hefst. 

Útborgun er alltaf 1. hvers mánaðar.

Hversu hár er endurhæfingarlífeyrir?

Réttindi hjá TR eru háð tekjum. 

Til þess að átta sig á hverjar greiðslur verða er auðvelt að nota reiknivél lífeyris á tr.is eða gera tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is og fá bráðabirgðaútreikning þar. 

 Á þessu skjali er sýndur útreikningur lífeyris árið 2018.   Örorku- og endurhæfingarlífeyrir Útreikningur lífeyris og tengdra bóta

Eiga endurhæfingarlífeyrisþegar rétt á sama afslætti af lyfjum og heilbrigðisþjónustu og örorkulífeyrisþegar? 

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá afslátt af lyfjum og heilbrigðisþjónustu. Hægt er að framvísa persónuskilríkjum við kaup á slíkri þjónustu vegna rafrænna samskipta við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ).Frekari upplýsingar um upphæðir og afslætti vegna heilbrigðisþjónustu er hægt að nálgast á heimasíðu SÍ, www.sjukra.is


 

  Síða yfirfarin/breytt 05.01.2018


Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica