Endurhæfing

Endurhæfingarlífeyrir er ætlaður þeim sem eru óvinnufærir vegna sjúkdóma eða slysa og eru í endurhæfingu til að komast aftur út á vinnumarkað samkvæmt 7. gr. laga um félagslega aðstoð. Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði. Reglugerð um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð var sett í júní 2020 og reglugerð nr. 887/2021 sem varðar búsetu. 

Fylgiskjöl með umsókn

Þegar sótt er um endurhæfingarlífeyri þarf að skila inn umsókn og eftirtöldum gögnum:

 • Læknisvottorði
 • Endurhæfingaráætlun. Endurhæfingaráætlun er alltaf gerð í samvinnu við meðferðaraðila/ráðgjafa
 • Eftir því sem við á: staðfestingu frá vinnuveitanda, skóla og stéttarfélagi
 • Tekjuáætlun
 • Upplýsingar um nýtingu skattkorts
 • Mögulega þarf að skila inn öðrum gögnum eftir aðstæðum

Tekjuáætlun

Tekjuáætlun er forsenda greiðslna frá TR. Til að lífeyrisþegar fái réttar greiðslur er mikilvægt að skila inn tekjuáætlun. Allar skattskyldar tekjur eru skráðar á tekjuáætlunina:

 • Greiðslur frá vinnu, lífeyrissjóði, stéttarfélagi og fjármagnstekjur eins og t.d. vextir af innistæðum, leigutekjur o.s.frv.
 • Greiðslur úr séreignasjóðum og vegna félagslegrar aðstoðar hafa ekki áhrif
 • Allar upphæðir þurfa að vera heildartekjur fyrir skatt (brúttó)
 • Settar eru inn áætlaðar tekjur frá þeim tíma sem sótt er um og til ársloka
 • Hægt er að óska eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna, sjá nánar hér.

Spurt og svarað

Endurhæfingaraðili veitir þátttakanda endurhæfingar stuðning og ráðgjöf varðandi markmið og áætlun endurhæfingar á endurhæfingartímabilinu og heldur utan um endurhæfingaráætlun. 

Sá sem er í endurhæfingu skuldbindur sig til að taka þátt í endurhæfingunni frá upphafi til enda. Ef þátttakandi sinnir ekki endurhæfingarúrræðum samkvæmt endurhæfingaráætlun eða hættir í endurhæfingu skal endurhæfingaraðili tilkynna það til TR og er endurhæfingarlífeyrir þá stöðvaður.

Matsferli umsóknar um endurhæfingarlífeyri getur tekið allt að 6 vikum. Biðtími miðast við að öll gögn hafi borist til TR.

Heildargreiðsla miðað við 100% réttindi er 255.834 kr. 

Greiðslur endurhæfingarlífeyris skiptast í þrjá grunnflokka: 

 • Endurhæfingarlífeyrir: 48.108 kr. 
 • Aldurstengd örorkuuppbót (100%): 48.108 kr. 
 • Tekjutrygging örorku, slysa- eða endurhæfingarlífeyrisþega: 154.058 kr.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um fjárhæðir hér.

Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á endurhæfingarlífeyri.

 • Hér má t.d. nefna atvinnu- og lífeyrissjóðtekjur en einnig fjármagnstekjur eins og vexti, verðbætur, söluhagnað og leigutekjur.
 • Lífeyrissjóðstekjur hafa ekki áhrif á grunnlífeyri.
 • Fjármagnstekjur hjóna og sambúðarfólks eru skráðar sameiginlega.

Hægt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris og skoða þar áhrif tekna á tekjur.

Tekjur maka hafa almennt ekki áhrif á lífeyri frá TR. Hér er þá átt við tekjur t.d. frá atvinnu eða lífeyrissjóði.

Fjármagnstekjur eru hins vegar sameiginlegar með hjónum/sambúðarfólki og því hafa fjármagnstekjur maka áhrif á greiðslur frá TR. Heildar fjármagnstekjum er skipt til helminga á milli hjóna/sambúðarfólks

Heimilt er að veita endurhæfingarlífeyri að hámarki í eitt ár þegar umsækjandi dvelur á sjúkrahúsi/endurhæfingardeild í endurhæfingarskyni. Eftir það falla greiðslur lífeyris frá Tryggingastofnun niður.