Endurhæfing

Endurhæfingarlífeyrir er ætlaður þeim sem eru óvinnufærir vegna sjúkdóma eða slysa og eru í endurhæfingu til að komast aftur út á vinnumarkað samkvæmt 7. gr. laga um félagslega aðstoð. Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði.

Heimilt er að ákvarða endurhæfingarlífeyri til allt að 36 mánaða þegar ekki verður séð hver starfshæfni einstaklings sem er á aldrinum 18-67 ára verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys samkvæmt 7. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

Heimilt er að framlengja greiðslutímabil um allt að 24 mánuði eftir að 36 mánaða markinu er náð ef starfsendurhæfing með það að markmiði að auka atvinnuþátttöku er enn talin raunhæf að mati framkvæmdaraðila.

Reglugerð um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð var sett í júní 2020.

Hvenær á ég rétt á endurhæfingarlífeyri

Til þess að eiga rétt á endurhæfingarlífeyri þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

  • Eiga lögheimili á Íslandi
  • Vera á aldrinum 18–67 ára
  • Hafa lokið áunnum veikindarétti sínum frá atvinnurekanda og greiðslum sjúkra- eða slysadagpeninga frá stéttarfélagi og vátryggingafélögum
  • Eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Athugið að réttur á sjúkradagpeningum frá stéttarfélagi getur verið til staðar í framhaldi af atvinnuleysisbótum
  • Sérreglur gilda þegar lögheimili er flutt til Íslands erlendis frá. Ef starfsgeta er óskert við komu til landsins getur skapast réttur eftir 6 mánaða dvöl á Íslandi. Ef umsækjandi er óvinnufær við komuna getur skapast réttur eftir 3 ára búsetu á Ísland.
  • Taka þátt í endurhæfingu með starfshæfni að markmiði, með umsjón heilbrigðismenntaðs fagaðila eða fagaðila sem er viðurkenndur á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar samkvæmt samningum starfsendurhæfingarsjóða

Vakin er athygli á að þeir sem ætla að nýta rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr fæðingarorlofssjóði, samkvæmt lögum nr. 144/2020, geta ekki á sama tíma notið endurhæfingarlífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun.

Fylgiskjöl með umsókn

Þegar sótt er um endurhæfingarlífeyri þarf að skila inn umsókn en auk þess þarf að skila inn eftirtöldum gögnum:

  • Læknisvottorð
  • Endurhæfingaráætlun 
  • Tekjuáætlun

Eftir aðstæðum umsækjanda þurfa eftirfarandi staðfestingar að fylgja með umsókn:

  • Frá atvinnurekanda um hvenær rétti til veikindalauna lýkur/hafi lokið
  • Frá sjúkra- eða styrktarsjóði stéttarfélaga um hvenær rétti til greiðslna sjúkradagpeninga lýkur/hafi lokið eða staðfestingu á að réttur sé ekki til staðar
  • Frá fæðingarorlofssjóði um hvenær greiðslu fæðingarorlofs/-styrks lýkur/hafi lokið
  • Frá RSK um stöðvun reiknaðs endurgjalds ef umsækjandi er eigin atvinnurekandi eða verktaki
  • Um einingafjölda náms frá skóla ef nám er hluti endurhæfingar
  • Frá atvinnurekanda um starfshlutfall ef hlutastarf/vinnuprófun er liður í endurhæfingu

Tekjuáætlun

Tekjuáætlun er forsenda greiðslna frá TR. Til að lífeyrisþegar fái réttar greiðslur er mikilvægt að skila inn tekjuáætlun. Allar skattskyldar tekjur eru skráðar í tekjuáætlunina:

  • Atvinnutekjur, lífeyrisstekjur, tekjur frá stéttarfélagi og fjármagnstekjur eins og t.d. vextir af innistæðum, leigutekjur o.s.frv.
  • Greiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar og vegna félagslegrar aðstoðar hafa ekki áhrif
  • Allar upphæðir þurfa að vera heildartekjur fyrir skatt (brúttó)
  • Settar eru inn áætlaðar tekjur frá þeim tíma sem sótt er um og til ársloka
  • Hægt er að óska eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna, sjá nánar hér.

Spurt og svarað

Endurhæfingaraðili veitir þátttakanda endurhæfingar stuðning og ráðgjöf varðandi markmið og áætlun endurhæfingar á endurhæfingartímabilinu og heldur utan um endurhæfingaráætlun. 

Sá sem er í endurhæfingu skuldbindur sig til að taka þátt í endurhæfingunni frá upphafi til enda. Ef þátttakandi sinnir ekki endurhæfingarúrræðum samkvæmt endurhæfingaráætlun eða hættir í endurhæfingu skal endurhæfingaraðili tilkynna það til TR og er endurhæfingarlífeyrir þá stöðvaður.

Matsferli umsóknar um endurhæfingarlífeyri getur tekið allt að 6 vikum. Biðtími miðast við að öll gögn hafi borist til TR.

Hægt er að sjá upplýsingar um fjárhæðir hér.

Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á endurhæfingarlífeyri.

  • Hér má t.d. nefna atvinnu- og lífeyrissjóðtekjur en einnig fjármagnstekjur eins og vexti, verðbætur, söluhagnað og leigutekjur.
  • Lífeyrissjóðstekjur hafa ekki áhrif á grunnlífeyri.
  • Fjármagnstekjur hjóna og sambúðarfólks eru skráðar sameiginlega.

Hægt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris og skoða þar áhrif tekna á endurhæfingarlífeyri.

Sjá upplýsingar um frítekjumörk hér.

Tekjur maka hafa almennt ekki áhrif á lífeyri frá TR. Hér er þá átt við tekjur t.d. frá atvinnu eða lífeyrissjóði.

Fjármagnstekjur eru hins vegar sameiginlegar með hjónum/sambúðarfólki og því hafa fjármagnstekjur maka áhrif á greiðslur frá TR. Heildar fjármagnstekjum er skipt til helminga á milli hjóna/sambúðarfólks

Heimilt er að veita endurhæfingarlífeyri að hámarki í eitt ár þegar umsækjandi dvelur á sjúkrahúsi/endurhæfingardeild í endurhæfingarskyni. Eftir það falla greiðslur lífeyris frá Tryggingastofnun niður. 

Til að byrja með er endurhæfingarlífeyrir veittur til allt að 36 mánaða. Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að umsækjandi  taki þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði.

Heimilt er að framlengja greiðslutímabil um allt að 24 mánuði eftir 36 mánuðina ef starfsendurhæfing með það að markmiði að auka atvinnuþátttöku er enn talin raunhæf að mati framkvæmdaraðila.

Í endurhæfingaráætlun þurfa að koma fram upplýsingar um framvindu endurhæfingar á fyrra tímabili og hvort fyrri áætlun hafi staðist eins og lagt var upp með í upphafi. Ef endurhæfing hefur ekki gengið samkvæmt áætlun þurfa að koma fram nánari útskýringar á ástæðum þess og/eða hvort aðstæður umsækjanda hafi breyst.

TR getur þurft að óska eftir staðfestingu/yfirliti yfir mætingar í endurhæfingarúrræði frá þeim fagaðilum sem einstaklingur hefur verið í endurhæfingu hjá á fyrra endurhæfingartímabili. 

Endurhæfingarlífeyrir er veittur að hámarki í 60 mánuði.

Þegar umsækjandi hefur lokið endurhæfingartímabili við 18 mánuði og við 36 mánuði þarf auk þess að leggja fram nýtt læknisvottorð.

Nám eða vinna/vinnuprófun getur einungis verið hluti endurhæfingar. Áætlun þarf alltaf að taka mið af þeim heilsuvanda sem valdið hefur óvinnufærni.  

Ef innihaldi endurhæfingar í endurhæfingaráætlun er ábótavant getur umsókn verið synjað. Ástæður synjunar geta verið:

  • Starfsendurhæfing er ekki hafin.
  • Engin virk endurhæfing er í gangi.
  • Þegar ekki er verið að taka á heilsufarsvanda og endurhæfing felst einungis í námi eða vinnuprófun.
  • Ef áætlun telst ekki fullnægjandi og/eða áætlun um endurkomu á vinnumarkað er óskýr eða vantar.
  • Einungis er verið að afla gagna í formi sérhæfðs mats eða starfsgetumats. 
  • Tekjutrygging og aldurstengd örorkuuppbót reiknast sjálfkrafa inn hjá örorkulífeyrisþegum ef tekjur eru undir viðmiðunarmörkum.
  • Aldurstengd örorkuuppbót miðast við þann aldur sem einstaklingur var í fyrsta sinn metinn öryrki. Mánaðarleg greiðsla er hlutfall af óskertum örorkulífeyri.

Viðmiðunartekjur eru allar skattskyldar tekjur sem þú færð annars staðar frá. Þetta eru þær tekjur sem þú færir inn í tekjuáætlun og TR notar til viðmiðunar við útreikning lífeyris og tengdra greiðslna.

Viðmiðunartekjur sem eru undir frítekjumörkum hafa ekki áhrif við útreikning lífeyris nema ef viðkomandi er með sérstaka uppbót til framfærslu.

Þegar réttindi eru reiknuð út er alltaf miðað við árstekjur. Þannig að það skiptir ekki máli hvort tekjurnar koma í einu lagi einhvern tímann á árinu eða í jöfnum greiðslum yfir árið. Heildartalan í hverjum tekjuflokki (lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur) er reiknuð út og deilt í 12 mánuði. 

Við ákveðnar aðstæður geta greiðslur verið stöðvaðar. Það á m.a. við í eftirfarandi tilvikum: 

  • Þegar einstaklingur sinnir ekki fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun.
  • Ef tekjur umsækjanda fara yfir ákveðin tekjumörk.
  • Þegar endurhæfingarmat fellur úr gildi.
  • Þegar lífeyrisþegi verður 67 ára.
  • Ef lögheimili er flutt frá Íslandi.
  • Þegar einstaklingur hefur dvalið lengur en eitt ár á stofnun í greiningar- og endurhæfingarskyni.
  • Ef endurhæfingarlífeyrisþegi er dæmdur til fangelsisvistar falla greiðslur TR niður strax frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að afplánun hefst.
  • Við andlát lífeyrisþega.

Greiðslur frá Tryggingastofnun eru skattskyldar. 

Upplýsa þarf TR um hvaða hlutfall af persónuafslætti á að nota við útreikning réttinda. Miðað er við fyrsta skattþrep nema annað sé tekið fram.

Hægt er að skrá persónuafsláttinn og nýtingu hans á Mínum síðum. 

Sérreglur gilda þegar lögheimili er flutt til Íslands erlendis frá.

Þegar óskert vinnufærni er við komuna til landsins: 

  • Réttur til að sækja um endurhæfingarlífeyri myndast 6 mánuðum eftir að lögheimili er skráð á Íslandi.  

Skert vinnufærni við komuna til landsins: 

Ef örorkulífeyrisþegi er meðlagsskyldur með barni getur viðkomandi fengið barnalífeyri sem er þá notaður til þess að greiða meðlagið. Barnalífeyririnn fer þannig beint til Innheimtustofnunar sveitarfélaga en ekki til lífeyrisþegans.

Sérstök uppbót til framfærslu er sérstakur bótaflokkur hjá TR sem er ætlaður til þess að tryggja öllum lágmarksframfærslu. Sérstaka uppbótin reiknast inn sjálfkrafa hjá þeim sem hafa litlar eða engar tekjur frá öðrum en TR og hækkar þannig mánaðarlega greiðslu þeirra upp í lágmarksframfærsluna.

Sérstök uppbót til framfærslu skerðist um 65% af tekjum en allar tekjur hafa áhrif á þessa uppbót. Engin frítekjumörk eru á sérstöku uppbótinni en það þýðir að hún byrjar strax að skerðast þegar tekjur eru skráðar inn í tekjuáætlun.