Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða

Einstaklingar sem eru 67 ára og eldri með engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum og með tekjur undir 277.046 kr. á mánuði geta átt rétt á félagslegum viðbótarstuðningi við aldraða.

Hægt er að sækja um á Mínum síðum. Heimilt er að ákvarða viðbótarstuðning í allt að 12 mánuði í senn og sækja þarf um að nýju þegar hann fellur niður.

Helstu skilyrði:

  • Að vera 67 ára eða eldri.
  • Að hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og dvelja hér varanlega.
  • Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða þarf hann að hafa ótímabundið dvalarleyfi hér á landi eða rétt til ótímabundinnar dvalar.
    • Við sérstakar aðstæður er heimilt að veita undanþágu frá ótímabundnu dvalarleyfi ef erlendur ríkisborgari er með tímabundið dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Gerð er krafa um búsetu og lögheimili hér á landi í tvö ár.
  • EES- eða EFTA-borgarar þurfa að hafa skráð lögheimili í landinu í samfelld fimm ár til þess að hafa rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi.
  • Að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem umsækjandi kann að eiga eða hafa áunnið sér.
  • Að mæta í eigin persónu í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar að Hlíðasmára 11 eða til umboða um allt land til að staðfesta dvöl hér á landi.

Spurt og svarað

Hægt er að sækja um þrjá mánuði aftur í tímann.

Ef umsækjandi er einhleypur, býr einn og er einn um heimilisrekstur er hægt að sækja um heimilisuppbót.

Réttindi viðbótarstuðnings við aldraða getur mest numið 90% af ellilífeyri og 90% af heimilisuppbót. 

Sjá upplýsingar um fjárhæðir hér. 

Viðbótarstuðningur er tekjutengdur og almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði. Tekjur umfram frítekjumark dragast frá greiðslum. Frítekjumarkið nær ekki yfir greiðslur frá Tryggingastofnun.

Umsækjendur verða að sækja um öll réttindi áður en sótt er um viðbótarstuðning frá Tryggingastofnun s.s. launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga, sem og innlendar og erlendar lífeyrissjóðsgreiðslur.

Ef eignir í peningum og verðbréfum eru meiri en sem nemur 4.000.000 kr. er ekki réttur til greiðslna.

Skila þarf inn tekjuáætlun.

Kallað er eftir öðrum gögnum til staðfestingar á rétti til viðbótarstuðnings sé talin þörf á.

Greiðsluréttur fellur niður ef dvalið er lengur en 90 daga á hverju 12 mánaða greiðslutímabili.

Tilkynna skal Tryggingastofnun um fyrirhugaða dvöl erlendis fyrir brottför sem og um komu til landsins.

Einstaklingar sem ekki eru búsettir hér á landi og lífeyrisþegar með 90% réttindi eða meira í almannatryggingakerfinu

Hægt er að skoða lögin á vef stjórnarráðsins hér