Hægt er að sækja um hálfan ellilífeyri hjá TR samhliða greiðslu hálfs lífeyris frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.
Skilyrði:
- Að vera 67 ára eða eldri en hægt er að sækja um frá 65 ára gegn varanlegri lækkun greiðslna.
- Að umsækjandi hafi sótt um og fengið samþykkta umsókn um hálfan lífeyri hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum sem hann hefur áunnið sér rétt í. Á þetta bæði við um innlenda og erlenda lífeyrissjóði.
- Ef skyldubundinn atvinnutengdur lífeyrissjóður býður almennt ekki upp á töku hálfs lífeyris þá þarf að skila staðfestingu þess efnis frá lífeyrissjóðnum. Það hefur ekki áhrif á rétt til hálfs ellilífeyris frá TR.
- Að vera virkur á vinnumarkaði en þó ekki í meira en í 50% starfshlutfalli að meðaltali.