Sá sem hefur stundað sjómennsku á lögskráðu íslensku skipi eða skipi gert út af íslenskum aðilum í 25 ár eða lengur getur átt rétt á ellilífeyri frá 60 ára aldri. Fjöldi lögskráðra daga á sjó þarf að vera að lágmarki 180 dagar að meðaltali á ári á 25 árum.