Ellilífeyrir sjómanna

Sá sem hefur stundað sjómennsku á lögskráðu íslensku skipi eða skipi gert út af íslenskum aðilum í 25 ár eða lengur getur átt rétt á ellilífeyri frá 60 ára aldri. Fjöldi lögskráðra daga á sjó þarf að vera að lágmarki 180 dagar að meðaltali á ári á 25 árum.

Fylgiskjöl með umsókn

Með umsókn þarf að skila inn eftirtöldum gögnum:

  • Gögn sem staðfesta hversu marga daga umsækjandi hefur verið lögskráður á sjó. Dæmi um slík gögn eru:
    • Yfirlit af stöðuskráningu sjómanns frá Samgöngustofu
    • Sjóferðabækur sem gefnar voru út af Siglingastofnun Íslands
    • Skattframtöl
    • Siglingavottorð frá Sýslumanni
  • Staðfestingu þar sem fram kemur frá og með hvaða tíma greiðslur hefjast hjá þínum lífeyrissjóðum.
  • Tekjuáætlun þar sem fram koma áætlaðar atvinnu-, lífeyrissjóðs- og fjármagnstekjur, eftir því sem við á.