Fangelsi

Dvöl í fangelsi hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. Þegar lífeyrisþegi hefur afplánun í fangelsi falla greiðslur niður næstu mánaðarmót eftir að afplánun hefst. Þegar um gæsluvarðhald er að ræða falla greiðslur niður þegar gæsluvarðhald hefur náð 120 dögum.

Ráðstöfunarfé

Þegar greiðslur hafa fallið niður er heimilt að sækja um ráðstöfunarfé. Sótt er um á Mínum síðum.

 • Ráðstöfunarfé er að hámarki 92.0406 kr. á mánuði
 • Reiknað er út frá tekjum á fyrirliggjandi tekjuáætlun hjá TR
 • Greiðslur falla niður þegar tekjur ná 142.163 kr kr. á mánuði fyrir skatt
 • Allar skattskyldar tekjur, þ.m.t. lífeyrissjóðs- og fjármagnstekjur hafa áhrif
 • Séreignarlífeyrissparnaður, greiðslur frá félagsmálastofnun og sveitarfélögum hafa ekki áhrif
 • Ráðstöfunarfé er endurreiknað þegar staðfest skattframtal liggur fyrir

Lok afplánunar

 • Þegar afplánun lýkur á áfangaheimili, t.d. Vernd, eða með rafrænu eftirliti, hefjast lífeyrisgreiðslur að nýju svo framarlega að réttur sé enn til staðar.
 • Þegar afplánun er lokið þarf að skila inn staðfestingu þess efnis frá Fangelsismálastofnun til að lífeyrisgreiðslur geti hafist að nýju
 • Hafi lífeyrisþegi verið meðlagsskyldur og Tryggingastofnun hefur ráðstafað barnalífeyri upp í meðlag þá heldur sú ráðstöfun áfram svo lengi að réttur sé enn til staðar.
 • Heimilt er að greiða maka einstaklings sem sætir gæsluvarðhaldi eða er í afplánun barnalífeyri með börnum hans svo framarlega að vistin hafi varað í a.m.k. þrjá mánuði.

Dagpeningar utan stofnunar

Þegar lífeyrisgreiðslur hafa fallið niður er heimilt að greiða dagpeninga fyrir hvern sólarhring sem dvalist er utan stofnunar án þess að útskrifast. Umsókn er að finna hér.

 • Dagpeningar utan stofnunar eru 4.488 kr. pr./sólarhring
 • Til að eiga rétt á dagpeningum utan stofnunar þarf umsækjandi að fá greitt ráðstöfunarfé
 • Greitt er að hámarki fyrir 8 sólarhringa á mánuði
 • Starfsmenn viðkomandi stofnunar sækja um dagpeninga fyrir umsækjanda 
 • Dagpeningar eru endurreiknaðir þegar staðfest skattframtal liggur fyrir