Dvöl á stofnun

Dvöl lífeyrisþega á stofnun getur haft áhrif á greiðslur frá TR. Þá getur verið mismunandi eftir því hvort um er að ræða varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili eða dvöl á sjúkrastofnun eins og t.d. sjúkrahúsi. Mikilvægt er að láta Tryggingastofnun vita ef viðkomandi útskrifast af sjúkrahúsi, dvalar- eða hjúkrunarheimili, svo lífeyrisgreiðslur geti hafist að nýju.

 • Þegar lífeyrisþegi flytur á dvalar- eða hjúkrunarheimili falla niður bætur frá TR frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir flutning
 • Greiðslur falla hins vegar niður ef dvöl á sjúkrastofnun nær samtals 6 mánuðum (180 dögum) á undanförnum 12 mánuðum. Þar af verður að vera samfelld dvöl í 30 daga við lok tímabilsins

Viðkomandi getur í báðum tilvikum átt rétt á ráðstöfunarfé frá TR ef tekjur eru undir viðmiðunarmörkum. Þeir sem eiga ekki rétt á ráðstöfunarfé vegna tekna gætu þurft að taka þátt í dvalarkostnaði sínum.

Ráðstöfunarfé

Greiðsluþegar sem hafa tekjur undir 132.368 kr. á mánuði geta átt rétt á ráðstöfunarfé frá TR. Ekki þarf að sækja sérstaklega um ráðstöfunarfé.

 • Ráðstöfunarfé er að hámarki 86.039 kr. á mánuði
 • Reiknað er út frá fyrirliggjandi tekjuáætlun hjá TR
 • Allar skattskyldar tekjur, þ.m.t. lífeyrissjóðs- og fjármagnstekjur, hafa áhrif
 • Greiðslur frá TR, félagsmálastofnun og sveitarfélögum hafa ekki áhrif

Kostnaðarþátttaka

Greiðsluþegar sem eiga ekki rétt á ráðstöfunarfé gætu þurft að taka þátt í dvalarkostnaði sínum. Kostnaðarhlutdeild í dvalarkostnaði er tekjutengd og er reiknuð út frá fyrirliggjandi tekjuáætlun hjá Tryggingastofnun.

 • Greiðsluþegi tekur þátt í dvalarkostnaði ef heildartekjur eru yfir 107.165 kr. eftir skatt á mánuði
 • Kostnaðarhlutdeild verður hæst 475.451 kr. á mánuði. Ef tekjur ná 582.616 kr. eftir skatt á mánuði er sú fjárhæð greidd.
 • Byrjað er að greiða kostnaðarhlutdeild í dvalarkostnaði eftir að greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður. 

Framlenging lífeyrisgreiðslna

Hægt er að sækja um framlengingu lífeyrisgreiðslna eftir að þær falla niður vegna dvalar á sjúkrastofnun og búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimili. Framlengt er að hámarki um 3 mánuði í einu. Heimilt er að framlengja greiðslur að hámarki um alls 6 mánuði. Félagsráðgjafar og aðrir starfsmenn á viðkomandi stofnun veita aðstoð við að sækja um framlengingu.

 • Skila þarf inn gögnum til staðfestingar á nauðsyn framlengingarinnar og að ótvíræður kostnaður sé til staðar

Dagpeningar utan stofnunar

Heimilt er að greiða dagpeninga fyrir hvern sólarhring sem dvalist er utan stofnunar án þess að útskrifast.

 • Til að eiga rétt á dagpeningum utan stofnunar þarf umsækjandi að fá greitt ráðstöfunarfé frá Tryggingastofnun
 • Greitt er að hámarki fyrir 8 sólarhringa á mánuði
 • Árið 2022 eru dagpeningar utan stofnunar 4.179 kr. pr./sólarhring
 • Starfsmenn viðkomandi stofnunar sækja um dagpeninga fyrir umsækjanda 

Spurt og svarað

Ekki er réttur á framlengingu ef mánaðarleg greiðslubyrði er lægri en tekjur greiðsluþega.

Ekki er réttur á framlengingu ef greiðsluþegi á eignir í peningum eða verðbréfum að verðmæti 4.000.000 kr. eða meira. Fjármagnstekjur eru alltaf sameign hjóna við útreikning bóta hjá Tryggingastofnun.

 • Þegar samanlagðar heildartekjur eru yfir 132.368 kr. á mánuði.
 • Þegar greiðsluþegi útskrifast og öðlast þannig aftur rétt á elli- eða örorkulífeyri.
 • Þegar greiðsluþegi andast.

Maki þess sem hættir að fá lífeyrisgreiðslur getur sótt um heimilisuppbót. Skilyrði fyrir því er að makinn sé lífeyrisþegi hjá Tryggingastofnun og búi einn.

Farið er yfir ráðstöfunarfé hvers árs með uppgjöri eftir að staðfest skattframtal liggur fyrir.

 • Tekjur sem skráðar eru í tekjuáætlun hjá Tryggingastofnun eru bornar saman við rauntekjur samkvæmt skattframtali.
 • Ef í ljós kemur að ráðstöfunarféð var vangreitt er inneign greidd út.
 • Ef ráðstöfunarféð var ofgreitt myndast krafa sem fer í innheimtu.

Greiðsluþegi byrjar að greiða dvalarkostnað á sama tíma og greiðslur frá Tryggingastofnun féllu niður. 

Tryggingastofnun reiknar út kostnaðarþátttökuna en viðkomandi sjúkrastofnun/heimili sér um að innheimta dvalarkostnaðinn. 

Ekki er greiddur dvalarkostnaður ef tekjur eru undir 107.165 kr. eftir skatt á mánuði.

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning kostnaðarþátttöku, að undanskildum eftirfarandi tekjum:

 • Lífeyrisréttindi almannatrygginga
 • Séreignarlífeyrissparnaður
 • Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
 • Sambærilegar tekjur og að ofan greinir frá þeim ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við

Kostnaðarþátttaka íbúa í dvalarrýmum er gerð upp þegar staðfest skattframtal liggur fyrir.

 • Tekjur sem skráðar eru í tekjuáætlun hjá Tryggingastofnun eru bornar saman við rauntekjur samkvæmt skattframtali.
 • Niðurstöður uppgjörs eru sendar til íbúa og viðkomandi heimilis. 
 • Heimilið greiðir út inneign ef íbúi greiddi of mikið í kostnaðarþátttöku.
 • Heimilið innheimtir kröfu ef íbúi greiddi of lítið í kostnaðarþátttöku.

 • Sækja þarf um framlengingu ekki síðar en 6 mánuðum eftir að greiðslur falla niður.
 • Greiðsluþegi sem hefur þegar fengið framlengingu í 6 mánuði getur sótt aftur um eftir að 1 ár er liðið frá seinasta samþykki. Lífeyrisgreiðslur verða þó að hafa hafist aftur í millitíðinni svo réttur myndist.