Þeir sem eru 65 ára og eldri og hafa átt lögheimili á Íslandi í minnst þrjú ár gætu átt einhvern rétt á ellilífeyri. Sækja þarf um ellilífeyri en almennt myndast réttur við 67 ára aldur. Í reiknivél er hægt að slá inn mismunandi forsendur og sjá niðurstöðu.
Hægt er að fresta töku ellilífeyris en við það hækka greiðslurnar fyrir hvern mánuð sem greiðslum er frestað. Einnig er hægt að flýta töku ellilífeyris frá 65 ára aldri en þá lækka greiðslurnar fyrir hvern mánuð sem greiðslum er flýtt.
Þeir sem eru að hefja töku ellilífeyris eru hvattir til að kynna sér vel þá kosti sem í boði eru.