Þeir sem eru 65 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í minnst þrjú ár eiga einhvern rétt á ellilífeyri. Í reiknivél er hægt að slá inn mismunandi forsendur og sjá niðurstöðu. Þeir sem eru að hefja töku ellilífeyris eru hvattir til að kynna sér vel þá kosti sem í boði eru. Í þessu myndbandi eru allar helstu upplýsingar fyrir þá sem eru að hefja töku ellilífeyris.