Stjórn TR

Samkvæmt almannatryggingalögum skipar ráðherra fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og skal einn skipaður formaður og annar varaformaður.

Forstjóri er skipaður  af ráðherra til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar. Sigríður Lillý Baldursdóttir var settur forstjóri 1. nóvember 2007 og skipuð í embættið 6. febrúar 2008. 

Hlutverk stjórnar er að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfs- og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Ennfremur á stjórnin að hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar og  að reksturinn sé innan ramma fjárlaga hverju sinni.

Núverandi stjórn TR var skipuð 22. maí 2018.

Aðalmenn

Arnar Þór Sævarsson, formaður stjórnarinnar

Ásta Möller, varaformaður

Elsa Lára Arnardóttir

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir

Sigursteinn Másson

Varamenn

Ingibjörg Isaksen

Petrea Ingibjörg Jónsdóttir

Jóhann Friðrik Friðriksson

Bergþór Heimir Þórðarson

Guðbjörg Sveinsdóttir