Upplýsingatæknistefna

TR hagnýtir upplýsingatækni til að veita trausta og metnaðarfulla stafræna þjónustu í samvinnu við innri og ytri aðila og stuðla að hagkvæmum rekstri.

Markmið

 • Að hagnýta tækni og upplýsingar til að:

  • Greiða viðskiptavinum í samræmi við réttindi þeirra á réttum tíma, með hagkvæmum og öruggum hætti.
  • Veita viðskiptavinum og almenningi upplýsingar um réttindi og greiðslur.
  • Auka sjálfvirkni við afgreiðslu mála.
 • Að styðja við frumkvæði og nýsköpun.
 • Að vernda öryggi persónuupplýsinga.

Starfshættir

 • Kjarni starfseminnar í upplýsingatækni er rekstur, hönnun, þróun og verkefnastjórnun kjarnakerfa og gagnagrunna þeirra, ásamt greiningu og sköpun þekkingar úr gögnum stofnunarinnar.
 • Hönnun ferla og val á tækni er metin út frá virði fyrir viðskiptavini og starfsemi stofnunarinnar.
 • Stuðla að öruggum og stafrænum samskiptum við ytri aðila.
 • Skipulag og hönnun kerfa tekur mið af síbreytilegu laga- og tækniumhverfi.

Ábyrgð

 • Forstjóri ber ábyrgð á upplýsingatæknistefnu TR.
 • Framkvæmdastjóri upplýsingasviðs ber ábyrgð á framkvæmd upplýsingatæknistefnunnar.
 • Starfsfólk TR ber ábyrgð á því að tileinka sér starfshætti upplýsingatæknistefnunnar og ástunda umbótahugsun á stafrænni vegferð.

dags. 11.maí 2022