Tilgangur
Tryggingastofnun ríkisins (TR) ætlar að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. TR stefnir á að hafa jákvæð umhverfisáhrif og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í ákvarðanatöku og daglegri starfsemi.
Umfang
Það skiptir TR miklu máli að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi í allri starfsemi sinni og að leggja þannig sitt af mörkum til betra umhverfis og samfélags nú og til framtíðar. Stefnan nær til allrar orkunotkunar, úrgangsmyndunar og samgangna á vegum TR, þ.m.t. flugferða starfsfólks, notkun leigubíla eða annars konar samgangna.
Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu og áherslu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um kolefnishlutleysi.
Markmið
TR kappkostar að framfylgja markmiðum hins opinbera í umhverfismálum.TR leggur áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda samgangna, úrgangs og orkunotkunar um samtals 50% til ársins 2030 miðað við árið 2019 og kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2020.
TR hefur sett sér markmið um að:
- Draga úr notkun á flugsamgöngum á vegum stofnunarinnar
- Efla fjarfundarmenningu hjá stofnuninni
- Draga úr úrgangsmyndun og auka endurvinnslu
- Draga úr akstri á vegum stofnunarinnar
- Stuðla að orkusparnaði í rekstri húsnæðis TR
- Innkaup TR verði byggð á stefnu ríkisins um vistvæn innkaup.
- Umhverfismerktar vörur og þjónusta verða valin umfram aðrar.
- Fræðsla starfsfólks um umhverfismál og innra umhverfisstarf sé viðvarandi.
- Hvetja starfsfólk að tileinka sér vistvænan lífsstíl og samgöngumáta.
- Afla þekkingar á og innleiða tæknilegar lausnir sem draga úr losun með breyttu vinnulagi.
- Umhverfisstarf sé viðvarandi, rýnt árlega og árangur umhverfisstarfs TR sé kynntur opinberlega
Við berum umhyggju fyrir umhverfinu, vinnum markvisst að því að gera starfsemi okkar umhverfisvænni með reglulegri rýni.
Ábyrgð
- Forstjóri ber ábyrgð á að umhverfis- og loftslagsstefnunni sé framfylgt.
- Formaður stýrihóps grænna skrefa ber ábyrgð á að umhverfisstarf TR sé rýnt og grænu bókhaldi skilað árlega.
Endurskoðun
Umhverfis- og loftslagsstefnan skal endurskoðuð árlega og markmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára
Samþykkt á fundi framkvæmdaráðs 9. mars 2021
Stefnan tekur mið af: