Þjónustustefna

Tryggingastofnun (TR) mætir þörfum viðskiptavina með framúrskarandi þjónustu  –  áhersla er lögð á gæði, öryggi og hagkvæmni.

Þjónusta, leiðsögn og upplýsingagjöf til viðskiptavina TR skal ætíð vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, lög og reglugerðir um hlutverk og starfsemi TR.

Þjónustan er aðgengileg, skilvirk og í samræmi við framtíðarsýn TR. Gildin okkar – traust, metnaður og samvinna – eru í öndvegi höfð í þjónustumenningunni.

Lögð er áhersla á öfluga þjónustu á Mínum síðum og á vefsíðunni tr.is.

Persónuverndar og upplýsingaöryggis er ætíð gætt og gæði þjónustunnar eru metin með reglubundnum hætti.

Boðið er upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir, í takt við nýjustu tækni hvers tíma.