Þjónustuleiðir

  • Þjónustumiðstöðvar um allt land þar sem veittar eru upplýsingar og ráðgjöf. Jafnframt er hægt að fá ráðgjöf á ýmsum tungumálum og táknmálstúlkun. Aðgangur er að þráðlausu neti og tölvum fyrir viðskiptavini.
  • Símaþjónusta þar sem veittar eru upplýsingar og ráðgjöf. Viðskiptavinir fá leyninúmer til þess að hægt sé að veita nákvæm svör og hægt er að panta að hringt sé til baka ef álag er mikið.
  • Tölvupóstur á tr@tr.is. Svartími er hámark 2 virkir dagar.
  • Vefurinn tr.is og Mínar síður þar sem viðskiptavinir geta annast sín mál sjálfir. 
  • Reglulegir kynningarfundir fyrir viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi.
  • Einstaklingsviðtöl við þjónusturáðgjafa í Þjónustumiðstöð og í umboðum TR.