Mannauðsstefna

Markmið mannauðsstefnu TR er að hæfni, þekking og viðhorf starfsfólks nýtist sem best hverju sinni svo ólíkum þörfum viðskiptavina sé mætt eins vel og kostur er. Mannauðsstefna byggir á gildum TR sem eru traust, samvinna og metnaður og er skipt upp í fimm meginflokka sem eru:

1) Val á starfsfólki

Við leggjum áherslu á:

  • Að beita faglegu og skilgreindu ráðningarferli þar sem jafnræðis og hlutleysis er gætt.
  • Að hæfasti umsækjandinn sé ráðinn hverju sinni m.t.t. menntunar, starfsreynslu og viðhorfa.
  • Að hafa ávallt á að skipa hæfasta starfsfólki sem völ er á til að tryggja gæði þjónustunnar.
  • Að taka vel á móti nýju starfsfólki og bjóða þeim upp á faglega þjálfun og aðlögun í starfi.
  • Að launakjör séu samkeppnishæf m.t.t. sambærilegra starfa hjá ríkinu og taki mið af einstaklingsbundnum þáttum í stofnanasamningi. Horft er til einstaklingsbundinnar frammistöðu starfsfólks, frumkvæðis, fagþekkingar og vilja til að efla góðan starfsanda.

2) Hvetjandi starfsumhverfi

Við leggjum áherslu á: 

  • Að starfsfólk vinni í hvetjandi starfsumhverfi með góðum starfsanda og öflugri liðsheild.
  • Að góður starfsandi sé meðal starfsfólks og að það sýni hvert öðru fyllstu tillitsemi og virðingu í öllum samskiptum.
  • Að starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, heiðarleika og virðingu.
  • Öryggi starfsfólks á vinnusvæði sé haft að leiðarljósi.
  • Að allt starfsfólk starfi eftir siðareglum stofnunarinnar og gæti fyllstu þagmælsku í starfi.

3) Starfið og þróun

Við leggjum áherslu á:

  • Að hverjum starfsmanni sé ljóst hvert sé verksvið hans og ábyrgð samkvæmt starfslýsingu.
  • Að greina fræðsluþarfir starfsfólks og bjóða upp á öfluga símenntun.
  • Að hvetja starfsfólk til frumkvæðis og sköpunar í starfi.
  • Að góður árangur starfsfólks njóti viðurkenningar
  • Að allt starfsfólk fari í starfsmannasamtal a.m.k. einu sinni á ári.
  • Að starfsfólk hafi yfirsýn yfir starfsemi stofnunarinnar.

4) Vellíðan og jafnvægi

Við leggjum áherslu á:

  • Að mismuna ekki starfsfólki á grundvelli fötlunar, kynferðis, aldurs, trúarbragða, þjóðernis, stjórnmálaskoðana, kynhneigðar eða annarra persónubundinna þátta eins og fram kemur í jafnréttisáætlun stofnunarinnar.
  • Stuðningur sé sýndur heilbrigðu líferni starfsfólks.
  • Vistvænar samgöngur starfsfólks til og frá vinnu.
  • Að skapa starfsfólki aðstæður til að samræma ábyrgð starfs og fjölskyldu eins og kostur er.
  • Að bjóða starfsfólki sveigjanlegan vinnutíma verði því viðkomið hverju sinni

5) Stjórnun

Við leggjum áherslu á:

  • Að stjórnunarhættir TR byggi á gildum, stefnu og framtíðarsýn stofnunarinnar.
  • Að stjórnendur þekki vel starfsvettvang sinn og leggi grunn að góðum samskiptum.
  • Að stjórnendur veiti nauðsynlegar upplýsingar, endurgjöf og hvatningu til árangurs og ábyrgðar í starfi.
  • Markvissa upplýsingagjöf til starfsfólks.