Jafnlaunastefna

Tilgangur og gildissvið

Að allt starfsfólk Tryggingastofnunar (TR) njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.  Jafnlaunastefnan gildir fyrir allt starfsfólk TR.

Jafnlaunastefna

Stefna TR er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. 

TR greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Hjá stofnuninni er jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012 en umfang þess nær utan um laun allra starfsmanna stofnunarinnar og allra launaliða sem mynda stofn til heildarlauna, aðra umbunarþætti og fríðindi sem meta má til launa.

Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu TR og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Mannauðsstjóri er tilnefndur fulltrúi yfirstjórnar vegna jafnlaunakerfis og annast daglega umsýslu þess.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindir TR sig til að:

  • Skjalfesta og viðhalda  jafnlaunakerfi í samræmi viðkröfur  jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og viðhalda vottun í samræmi við gildandi lagareglur um jafnlaunavottun á hverjum tíma.
  • Framkvæma launagreiningu mánaðarlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum í samræmi við kröfur jafnlaunakerfis og bregðast við frábrigðum þegar þau koma upp.
  • Framkvæma innri úttektir árlega.
  • Framkvæma innra rýni stjórnenda árlega. 
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna jafnlaunastefnuna árlega fyrir starfsfólki TR.
  • Stefnan skal vera almenningi aðgengileg á ytri vef TR. 

Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna TR.