Innheimtustefna

Hlutverk innheimtu hjá TR er að innheimta kröfur sem myndast vegna ofgreiddra bóta eða annarra greiðslna. Einkum er um að ræða kröfur sem myndast í kjölfar árlegs endurreiknings á tekjutengdum greiðslum.

Markmið

  • Að gildi TR, samvinna, metnaður og traust, skuli ávallt höfð að leiðarljósi við framkvæmd innheimtu.
  • Að innheimta sé í samræmi við lög, reglur og vandaða stjórnsýsluhætti. Gæta skal meðalhófs og jafnræðis.
  • Að innheimtan sé bæði árangursrík og skilvirk.
  • Að innheimtuárangur sé reglulega mældur.
  • Að halda kostnaði við innheimtu í lágmarki.
  • Að vísa þurfi fáum vanskilamálum til til Innheimtumiðstöðvar sýslumannsins á Blönduósi.
  • Að ofgreiðslum fækki eins og kostur er.

Starfshættir

  • Verkefni unnin af fagmennsku, lipurð og áreiðanleika. Metnaður til að viðhafa vandaða starfshætti og leita stöðugt leiða til að gera betur.
  • Áhersla á að tryggja samræmt verklag við afgreiðslu mála. Í þeim tilgangi eru búnar til nákvæmar verklagsreglur og leiðbeiningar um starfsemi innheimtumála.
  • Verkferlar eins skýrir og skilvirkir og kostur er.
  • Leitað leiða til að viðskiptavinir hafi sem fjölbreyttasta möguleika á sjálfsafgreiðslu í gegnum Mínar síður á vef stofnunarinnar.
  • Tillit tekið til greiðslugetu skuldara eftir því sem frekast er unnt og ávallt er boðið að semja um endurgreiðslu.
  • Innheimtan sé mildileg og reynt að koma til móts við viðskiptavini með fjölbreyttum innheimtuleiðum og góðri upplýsingagjöf.
  • Erindum og fyrirspurnum svarað á skýran og skjótan hátt.

Ábyrgð

  • Forstjóri og framkvæmdaráð bera ábyrgð á innheimtustefnunni.
  • Starfsmenn innheimtu á rekstrarsviði sem koma að innheimtumálum bera ábyrgð á að innheimtustefnu sé framfylgt.

Síðast uppfært 26.05.2021