Vinnustaðurinn

Hjá TR, einni helstu miðstöð velferðarmála á Íslandi, starfa um 100 manns við að leysa flókin verkefni og veita stórum hópi landsmanna þjónustu.

TR leggur áherslu á að hafa í sínum röðum hæft starfsfólk til að sinna þeim fjölbreyttu verkefnum sem stofnunin ber ábyrgð á.

Starfsmönnum er boðið upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi með sveigjanlegum vinnutíma.