Spurt og svarað vegna innheimtu

Spurt og svarað

  1. Hægt er að dreifa kröfu með frádrætti af greiðslum TR.
  2. Hægt er að fá senda greiðsluseðla í heimabanka.
  3. Hægt að millifæra beint inn á reikning TR.
  1. Kt. 660269-2669
  2. Banki: 0001-26-30057
  3. IBAN - IS43 0001 2603 0057 6602 6926 69. SWIFT – SISLISRE

Samkvæmt meginreglu ber að endurgreiða kröfur vegna ofgreiðslna innan 12 mánaða frá því að þær stofnast, endurgreiðsla er þó að lágmarki 3.000 kr. Að jafnaði er ekki dreift til lengri tíma heldur en 36 mánaða.

  1. Hægt er að senda beiðni um nýja greiðsludreifingu á Mínum síðum TR
  2. Hægt er að hafa samband á innheimta@tr.is

Erindum vegna innheimtu skal almennt svarað innan tveggja vikna frá því þau berast Tryggingastofnun.

Frumstilling innheimtu er alltaf 12 mánuðir. Ef hægt er að draga af mánaðarlegum greiðslum þá er það gert. Heimilt er að draga allt að 20% af mánaðarlegum greiðslum upp í kröfur. Ef 20% frádráttur af greiðslum í 12 mánuði dugir ekki fyrir uppgreiðslu kröfu, þá eru sendir greiðsluseðlar til viðbótar fyrir mismun sem upp á vantar.

Dæmi:

Forsendur:

Krafa 500.000 kr. 

Mánaðarlegar greiðslur frá TR 100.000 kr.

12 mánaða dreifing
Reikniregla:

20% regla => 100.000 kr. * 20% = 20.000 kr. í mánaðarlegan frádrátt

Frádráttur af greiðslum: 20.000 kr.*12 = 240.000 kr

Mismun er dreift á greiðsluseðla: 500.000 kr. - 240.000 kr. = 260.000 kr.

Greiðsluseðlar: 260.000/12 = 21.667 kr. mánaðarlega í heimabanka

Mánaðarleg innheimta => 20.000 kr. frádráttur af greiðslum + 21.667 kr. greiðsluseðlar = 41.667 kr.

  • Dánarbú tekur við öllum fjárhagslegum skyldum sem hvíldu á þeim látna, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20/1991.
  • Elsti lifandi erfingi fær tilkynningu um kröfu dánarbús, nema að það sé skráður umboðsmaður dánarbús.
  • Já, hægt er að hafa samband á innheimta@tr.is og dreifa endurgreiðslu til allt að 12-36 mánaða.
  • Dánarbúi hefur verið lokið sem eignarlausu, skv. yfirliti um framvindu skipta sem gefið er út af sýslumanni.
  • Dánarbú hefur verið tekið til opinberra skipta, skv. yfirliti um framvindu skipta sem gefið er út af sýslumanni. (Sbr. IV. kafla laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20/1991), erfingjar ábyrgjast ekki skuldbindingar þess og Tryggingastofnun hefur ekki lýst kröfu innan kröfulýsingarfrests eða krafa hefur stofnast eftir að kröfulýsingarfresti lýkur og skiptastjóri viðurkennir af þeim sökum ekki kröfuna.

Innheimtu er ekki frestað nema í eftirfarandi tilvikum:

  1. Greiðsluþegi hefur óskað eftir endurupptöku á skattframtali hjá skattyfirvöldum og líkur eru á að krafa muni lækka vegna endurreiknings. Skila þarf staðfestingu á beiðni um endurupptöku frá skattyfirvöldum á innheimta@tr.is.
  2. Greiðsluþegi hefur andmælt ákvörðun um endurkröfu innan andmælafrests.
  3. Líkur eru á að aðstæður skuldara muni batna til muna á næstu þremur mánuðum, t.d. vegna eingreiðslu skaðabóta, slysabóta eða frá lífeyrissjóði.
  4. Greiðsluþegi hefur sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. Hafi greiðsluþegi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara og hægt er að skuldajafna af bótum hans hjá Tryggingastofnun upp í ofgreiðslu skal skuldajafna allt fram til þess er frumvarp að samningi um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt. Samningi um greiðsluaðlögun verður svo fylgt, hafi krafa stofnast áður en umsókn um greiðsluaðlögun var tekin til greina. Þiggi greiðsluþegi ekki lengur bætur hjá Tryggingastofnun skal innheimtu frestað hafi krafa stofnast áður en umsókn um greiðsluaðlögun var tekin til greina.

Komi í ljós við endurreikning að bætur hafi verið vangreiddar og greiðsluþegi hefur áður fengið ofgreiddar bætur skal skuldajafna ofgreiðslunni á móti vangreiðslunni áður en greiðsluþega eða dánarbúi hans er greitt út. Skiptir þá ekki máli þó samið hafi verið um endurgreiðslu.

  • Áminningarbréf er sent þegar greiðsluseðill er í vanskilum, skv. samningi um innheimtu. Best er að greiða ógreiddan greiðsluseðil í heimabanka eða hafa samband við Innheimtu TR.
  • Innheimtuviðvörun er send 1 mánuði eftir að viðkomandi fékk áminningarbréf og gefinn er lokafrestur til að ganga frá vanskilum að öðrum kosti er krafa send til frekari innheimtu hjá Innheimtumiðstöð (Sýslumanni Norðurlandi vestra).
  • Þeir sem eru á greiðslum geta haft samband við TR og fengið upplýsingar um áfallinn kostnað hjá Sýslumanni og greitt kostnaðinn til Sýslumanns. Þegar staðfesting berst um greiðslu kostnaðar er hægt semja að nýju við TR um endurgreiðslu kröfu.
  • Þeir sem ekki eru á greiðslum semja við Sýslumann um endurgreiðslu kröfunnar.
  • Hægt er að hafa samband við Sýslumann í síma 458-2530 eða senda tölvupóst á innheimta@syslumenn.is
  • Ef staðið er við endurgreiðslusamning þá eru ekki reiknaðir vextir.
  • Ef endurgreiðslusamningur er í vanskilum verður miðað við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma.
  • Hafi greiðsluþegi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara og hægt er að skuldajafna af bótum hans hjá Tryggingastofnun upp í ofgreiðslu skal skuldajafna allt fram til þess er frumvarp að samningi um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt. Samningi um greiðsluaðlögun verður svo fylgt, hafi krafa stofnast áður en umsókn um greiðsluaðlögun var tekin til greina.
  • Þiggi greiðsluþegi ekki lengur bætur hjá Tryggingastofnun skal innheimtu frestað falli krafa undir greiðsluaðlögun. Samningi um greiðsluaðlögun verður svo fylgt, hafi krafa stofnast áður en umsókn um greiðsluaðlögun var tekin til greina.
  • Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 fyrnist krafa að tveimur árum liðnum. Tryggingastofnun er heimilt samkvæmt 55. gr. laga um almannatryggingar að skuldajafna af greiðslum greiðsluþega þrátt fyrir gjaldþrotaskipti á búi hans í tvö ár eftir að skiptum er lokið.
  • Þiggi skuldari ekki bætur af Tryggingastofnun fer um kröfu samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991. Innheimtu kröfu er frestað um tvö ár en fyrnist að þeim tíma liðnum.  Ef skuldari fær greiðslur hjá TR innan þess tíma þá hefur TR heimild til að skuldajafna upp í kröfuna.

Sérstök heimild er til staðar að fella niður uppgjörskröfur samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009 Heimild þessi tekur til krafna sem stofnast við endurreikning Tryggingastofnunar og er háð því skilyrði að alveg sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Við mat á því hvað teljist sérstakar aðstæður er einkum litið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna bótaþega og þess hvort hann var í góðri trú um greiðslurétt sinn. Það sama gildir um dánarbú eftir því sem við á.