Endurreikningur og uppgjör

Lífeyrir er reiknaður út og greiddur á grundvelli tekjuáætlana. Að lokinni álagningu skattayfirvalda á hverju ári, framkvæmir TR uppgjör, en þá eru bornar saman greiðslur sem lífeyrisþegar fengu við tekjur á staðfestu skattframtali.

Komi í ljós að of lágar greiðslur hafi verið greiddar myndast inneign og greiðir TR viðkomandi það sem upp á vantar. Komi hins vegar í ljós að of háar greiðslur hafi verið greiddar myndast krafa sem TR innheimtir.

Heimilt er að draga ofgreiðsluna af mánaðarlegum greiðslum. Fyrir þá sem vilja er hægt er að óska eftir að fá réttindi greidd einu sinni á ári eftir að uppgjör hefur farið fram. Með því er hægt að tryggja rétta niðurstöðu þar sem réttindin eru reiknuð út frá rauntekjum úr skattframtali. Sótt er um á Mínum síðum.

Þegar tekjuliðir eru hækkaðir á tekjuáætlun, innan réttindaársins, getur það leitt til ofgreiðslna á tekjutengdum greiðslum. Innheimtu á kröfum sem stofnast við slíkar leiðréttingar er almennt frestað til uppgjörs. Hægt er að óska sérstaklega eftir því að byrja að greiða kröfuna. 

Ofgreiðslur geta myndast þegar ekki er látið vita um breytingar á aðstæðum sem varða forsendur greiðslna eða hafa áhrif á fjárhæð þeirra.

Á Mínum síðum er hægt að skoða yfirlit yfir uppgjör og kröfur. Þar er meðal annars hægt að skila inn andmælum vegna uppgjörs, sækja um eina greiðslu á ári og skila inn beiðni um endurgreiðslusamning.

Spurt og svarað vegna uppgjörs

Spurt og svarað vegna innheimtu