Umboðsmaður viðskiptavina

Umboðsmaður viðskiptavina TR vinnur að bættum starfsháttum í þágu viðskiptavina okkar með það að leiðarljósi að jafnræði sé virt í allri okkar vinnu og meðferð mála sé í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.

Umboðsmaður viðskiptavina veitir leiðbeiningar  um  meðferð mála hjá TR og aðstoðar þau sem telja sig ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög og reglur.

Þegar á þarf að halda veitir umboðsmaður ráðgjöf varðandi endurupptöku og kæruleiðir.

Í erindi til umboðsmanns þarf að koma fram:

  • Lýsing á málavöxtum
  • Hvaða úrbóta eða breytinga er óskað varðandi meðferð eða úrlausn málsins

Erindi þarf að senda skriflega á umbodsmadur@tr.is

Vert er að taka fram að umboðsmaður tekur mál almennt ekki fyrir ef:

  • Það er í vinnslu innan TR
  • Það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, Umboðsmanni Alþingis eða dómstólum og niðurstaða liggur ekki fyrir
  • Það eru meira en tvö ár liðin frá stjórnvaldsákvörðun

                                              jóhanna.jpg

                                              Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir, umboðsmaður viðskiptavina. umbodsmadur@tr.is