Tryggingastofnun

Forstjóri

Forstjóri er skipaður af velferðarráðherra að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar.

Ráðherra setur forstjóra erindisbréf þar sem tilgreind skulu helstu markmið í rekstri stofnunarinnar og verkefni hennar, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Forstjóri ber ábyrgð á að stofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf ráðherra. 

Forstjóri ber einnig ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í samræmi við fjárlög. 

Sigríður Lillý Baldursdóttir var settur forstjóri 1. nóvember 2007 og skipuð í embættið 6. febrúar 2008. 

Sigridur Lillý Baldursdóttir

Sigríður Lillý Baldursdóttir er eðlisfræðingur og vísindasagnfræðingur að mennt. Hún var gestafræðimaður við vísindasögudeild Harvardháskóla árið 1991 og stundaði rannsóknir í endurhæfingarverkfræði við Tækniháskólann í Lundi með áherslu á streitu og streitutengda örorku á árunum 2001-2005. Árin 1974 – 1994 kenndi Sigríður Lillý eðlisfræði, stærðfræði, tölfræði og lífaflfræði. Var m.a. lektor við Tækniskóla Íslands og stundakennari við Háskóla Íslands. Prófdómari í læknisfræði 1984 – 1998 og ad.hoc. prófdómari m.a. í náms- og starfsráðgjöf við HÍ og viðskiptafræði við háskólann á Bifröst.

Síða yfirfarin/breytt 17.07.2017