Tryggingastofnun

Helstu stjórnunareiningar

Stjórn Tryggingastofnunar

Samkvæmt almannatryggingalögum skipar ráðherra fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og skal einn skipaður formaður og annar varaformaður.

Forstjóri

Forstjóri Tryggingastofnunar er skipaður af velferðarráðherra og ber ábyrgð gagnvart honum og stjórn stofnunarinnar í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf.

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn stýrir daglegri starfsemi Tryggingastofnunar, mótar stefnu hennar og markmið. Framkvæmdastjórn vinnur auk þess að stefnumarkandi áætlanagerð, samræmdri stjórnun og framkvæmd stefnumála með framtíðarsýn stofnunarinnar að leiðarljósi.