Mælaborð

Byggt er á gögnum úr upplýsingatæknikerfum TR. Réttindi og tekjur sem eiga við fyrri ár byggja á áætlun þar til endurreikningur fer fram. Endurreikningur tekjutengdra greiðslna fer fram árlega þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og tryggir þannig réttar greiðslur.

Birt með fyrirvara um villur. Miðað við áætlanir eða stöðu á birtingardegi.

Útgjöld TR eftir málaflokkum og fjöldi greiðsluþega sem fá greitt í desember.

Réttindi hjá TR eftir bótaflokkum og fjöldi með réttindi  >=0 krónur i völdum mánuði. 

Fjöldi lífeyrisþega eftir landsvæðum í janúar. Einnig birtur sem hlutfall af mannfjölda 67 ára og eldri eða 18 -66 ára eftir því sem við á. Fjöldatölur frá Hagstofu miðast við 1.janúar ár hvert. Réttindi >= 0 krónur.

Fjöldi með réttindi 1 króna eða hærri í bótaflokki.

Fjöldi með 75% örorku- eða endurhæfingarmat í gildi á mánuði. Fjöldi í janúar birtur á myndum. Hægt að skoða fjöldatölur niður á landsvæði og aldurshóp fyrir alla mánuði ársins í gagnatöflum. Fjöldi núverandi og síðasta árs breytist aðeins við uppfærslu gagna vegna afturvirkni mata.

Niðurstaðan sýnir mismun á endurreiknuðum réttindum og réttindum sem greiðsluþegar fengu á árinu.  Jákvæð tala merkir inneign greiðsluþega en neikvæð tala merkir skuld.

Töflur sem sýna réttindi lífeyrisþega í krónum talið flokkað niður eftir tegund lífeyris (ellilífeyrir, örorkulífeyrir, endurhæfingarlífeyrir). 

Réttindi og tekjur lífeyrisþega fyrir skatt í maí sem hlutfall af lágmarkslaunum. Greiðslur frá TR og tekjur utan TR m.a. lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur, meðlag og fjármagnstekjur taldar. Húsaleigubætur, vaxtabætur og barnabætur teljast ekki með. Birt er meðal hlutfall fyrir skatt, miðgildi og tíundarhlutar frá fyrsta til níunda tíundarhluta sem hlutfall af lágmarkslaunum í prósentum.

Valin réttindi og tekjur lífeyrisþega fyrir skatt í krónum. Tíundarbil. Meðlag, mæðra/feðralaun, fjármagnstekjur o.fl. ekki talið til réttinda eða tekna. Húsaleigubætur, vaxtabætur og barnabætur teljast ekki með. Birt er meðal hlutfall fyrir skatt, miðgildi og tíundarhlutar frá fyrsta til níunda tíundarhluta sem hlutfall af lágmarkslaunum í %.

Sérstök uppbót lífeyrisþega. Tíundarbil og meðaltal fyrir þá lífeyrisþega sem eru með 1 kr eða hærri réttindi í taxtanum.

Tekjur lífeyrisþega. Réttindi frá TR ekki meðtalin. Tíundarbil og meðaltal fyrir þá lífeyrisþega sem eru með 1 kr eða hærri tekjur í tekjuflokki. Fjöldi lífeyrisþega með tekjur > 0 kr. í tekjuflokki.

Mælaborðið byggir á Staðtölum Tryggingastofnunar.