Tekju- og greiðsluáætlun

Tekjuáætlun

Ellilífeyrir, örorkulífeyrir, endurhæfingarlífeyrir og tengdar greiðslur eru tekjutengdar og reiknast út frá tekjuáætlun. Þegar sótt er um lífeyri þarf alltaf að skila inn tekjuáætlun. Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum.

Mikilvægt er að greina frá skattskyldum tekjum (brúttó) og hafa tekjuáætlun nákvæma. Einnig er brýnt að leiðrétta áætlunina ef tekjur breytast. Ef tekjuáætlun er breytt þá breytast greiðslur það sem eftir er ársins.

Greiðslur hvers árs eru gerðar upp eftir á með uppgjöri. Tryggingastofnun ber að endurreikna og leiðrétta tekjutengd réttindi á grundvelli tekna samkvæmt skattframtali. Uppgjör er birt í maí hjá flestum lífeyrisþegum. Hafi skattskyldar tekjur verið hærri en skráð var í tekjuáætlun myndast skuld sem er innheimt þegar leiðréttingin (uppgjörið) fer fram.  Að sama skapi myndast inneign hjá greiðsluþega ef tekjur hafa verið áætlaðar of lágar.

Greiðsluáætlun

Í upphafi árs er hægt að sjá greiðsluáætlun fyrir árið á Mínum síðum. Áætlunin sýnir lífeyrisgreiðslur sundurliðaðar eftir greiðslutegundum og mánuðum.

  • Greiðsluáætlun miðast við þær tekjur sem gefnar eru upp í tekjuáætlun. 
  • Lífeyrisþegar geta einnig skoðað tekjur sínar í staðgreiðsluskrá RSK (á vefnum www.skattur.is) til að tekjuáætlun sé sem réttust.
  • Mánaðarlegir greiðsluseðlar eru ekki sendir út en hægt er að sækja þá á Mínum síðum.