Tekju- og greiðsluáætlun

Tekjuáætlun

Skattskyldar tekjur lífeyrisþega ráða upphæð lífeyris og tengdra greiðslna. Þegar sótt er um lífeyri þarf að skila tekjuáætlun. Tekjuáætlun er áætlun umsækjanda um hversu háar tekjur hann muni hafa á árinu. Á grundvelli þessarar áætlunar eru greiðslur ársins reiknaðar. 

Mikilvægt er að vanda þessa áætlun vegna þess að greiðslur hvers árs eru gerðar upp eftir á þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins liggja fyrir með skattframtali. 

Hægt er að skoða gildandi tekjuáætlun og breyta henni ef þarf á Mínum síðum.

Greiðsluáætlun

Í upphafi árs er hægt að sjá greiðsluáætlun fyrir árið á Mínum síðum. Áætlunin sýnir lífeyrisgreiðslur sundurliðaðar eftir greiðslutegundum og mánuðum.

  • Greiðsluáætlun miðast við þær tekjur sem gefnar eru upp í tekjuáætlun. 
  • Lífeyrisþegar geta einnig skoðað tekjur sínar í staðgreiðsluskrá RSK (á vefnum www.skattur.is) til að tekjuáætlun sé sem réttust.
  • Mánaðarlegir greiðsluseðlar eru ekki sendir út en hægt er að sækja þá á Mínum síðum.