Persónuvernd

Tryggingastofnun leggur áherslu á persónuvernd í sínum störfum með því að tryggja lögmæta, sanngjarna og gagnsæja meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsinga skal einungis aflað í skýrt tilgreindum tilgangi og vinnsla þeirra takmörkuð við það sem nauðsynlegt er.

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna segir til um meðferð, vinnslu og varðveislu persónuverndarupplýsinga. Vefsíða TR safnar sjálfkrafa ekki neinum persónugreinanlegum gögnum um notkun og notendur. Umferð um vefinn er mæld með Google Analytics, sem nýtir vafrakökur (cookies), en þær upplýsingar sem mælast eru ekki persónugreinanlegar. Upplýsingarnar eru einungis nýttar til að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar.  

Skrá yfir vinnslur Tryggingastofnunar

Tryggingastofnun hefur útbúið skrá yfir vinnslur Tryggingastofnunar vegna bótaflokka. Þar sem fram kemur tilvísun til lagaákvæða, nauðsynleg öflun gagna bæði frá umsækjanda og þeim sem Tryggingastofnun aflar gagna frá, svo og hvaða reglulega eftirlit er viðhaft fyrir hvern bótaflokk. 

Persónuupplýsingar

Á Mínum síðum TR má sjá hvaða upplýsingar stofnunin hefur um viðkomandi einstakling, þ.e. upplýsingar úr Þjóðskrá um búsetu og fjölskylduaðstæður, bankareikning, lista yfir greiðslutegundir ásamt þeim bréfum sem stofnunin hefur sent frá sér. Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi Tryggingastofnunar tekur á móti ábendingum og svarar spurningum sem kunna að vakna varðandi persónuvernd sjá hér personuvernd@tr.is

Persónuverndarstefna TR