Breytingar á lögum og reglugerðum 2021
Breytingar á lögum:
- 49/2021 – Um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (kynrænt sjálfræði). Tók gildi 8. júní 2021.
- 107/2021 - Um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.). Tók gildi 1. janúar 2022.
- 108/2021 -Um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015 (atvinnusjúkdómar, miskabætur o.fl.). Tók gildi 1. janúar 2022.
- 131/2021 - Um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022. Tók gildi 1. janúar 2022.
- 28/2021 - Um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (skipt búseta barna). Tók gildi 1. janúar 2022.
Breytingar á reglugerðum:
Fjárhæðir bóta og frítekjumörk
- 1650/2021 - Um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2022. Tók gildi 1. janúar 2022.
- 1655/2021 - Um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2022. Tók gildi 1. janúar 2022.
- 1653/2021 – Um breytingu á reglugerð nr. 1255/2016 um ráðstöfunarfé og dagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar. Tók gildi 1. janúar 2022.
- 1652/2021 - Um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2022 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Tók gildi 1. janúar 2022.
- 1651/2021 -Um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2022 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar. Tók gildi 1. janúar 2022.
- 1544/2021 - Um (15.) breytingu á reglugerð nr. 1112/2006, um stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Tók gildi frá 1. janúar 2022.
Framkvæmd endurhæfingarlífeyris
- 887/2021 - Um (1.) breytingu á reglugerð nr. 661/2020 um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Tók gildi 29. júlí 2021.
Sveigjanleg taka ellilífeyris og heimilisuppbótar
- 1648/2021 - Um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar. Tók gildi 1. janúar 2022.
Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri
- 708/2021 - Um breytingu á reglugerð nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Tók gildi 17. júní 2021.
- 1649/2021 - Um breytingu á reglugerð nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Tók gildi 1. janúar 2022.
Orlofs- og desemberuppbót
- 1408/2021 – Um desemberuppbætur til maka- og umönnunarbótaþega árið 2021. Tók gildi 10. desember 2021.
- 1409/2021 – Um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2021. Tók gildi 10. desember 2021.
- 1647/2021 - Um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2022. Tók gildi 1. janúar 2022.
Bifreiðamál
- 905/2021 - Um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Tók gildi 1. september 2021.
- 1654/2021 - Um breytingu á reglugerð nr. 905/2021, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Tók gildi 1. janúar 2022.
Slysatryggingar almannatrygginga
- 1580/2021 - Um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2022. Tók gildi 1. janúar 2022.