Breytingar á lögum og reglugerðum 2020
Breytingar á lögum:
- 25/2020 – Um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. Tók gildi 1. apríl 2020.
- 37/2020 – Um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru (frekari aðgerðir). Tók gildi 23. maí 2020.
- 74/2020 – Um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Tók gildi 1. júlí 2020. Kom til framkvæmda 1. nóv. 2020
- 75/2020 - Um breytingu á lögum um almannatryggingar (hálfur lífeyrir). Tók gildi 1. september 2020.
- 127/2020 - Um breytingu á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar (framfærsluuppbót og eingreiðsla). Tók gildi að hluta til 11. desember 2020 (2. gr.) og að hluta til 1. janúar 2021 (1. gr.).
- 133/2020 - Um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021. Tók gildi 1. janúar 2020.
- 153/2020 - Um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning). Tók gildi 6. janúar 2021.
Breytingar á reglugerðum:
Fjárhæðir bóta og frítekjumörk
- 1333/2020 - Um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2021. Tók gildi 1. janúar 2021.
- 1332/2020 - Um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2021. Tók gildi 1. janúar 2021.
- 1338/2020 - Um breytingu á reglugerð nr. 1255/2016 um ráðstöfunarfé og dagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar. Tók gildi 1. janúar 2021.
- 1331/2020 - Um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2021 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Tók gildi 1. janúar 2021.
- 1335/2020 - Um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2021 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar. Tók gildi 1. janúar 2021.
- 1412/2020 - Um (14.) breytingu á reglugerð nr. 1112/2006, um stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Tók gildi frá 1. janúar 2021.
Framkvæmd endurhæfingarlífeyris
- 661/2020 - Um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Tók gildi 3. júlí 2020.
Sveigjanleg taka ellilífeyris og heimilisuppbótar
- 843/2020 - Um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar. Tók gildi 1. september 2020.
- 1339/2020 - Um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar. Tók gildi 1. janúar 2021.
Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri
- 1337/2020 - Um breytingu á reglugerð nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Tók gildi 1. janúar 2021.
Orlofs- og desemberuppbót
- 1260/2020 - Um desemberuppbætur til maka- og umönnunarbótaþega árið 2020. Tók gildi 16. desember 2020.
- 1138/2020 - Um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2020. Tók gildi 24. nóvember 2020.
- 1334/2020 - Um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2021. Tók gildi 1. janúar 2021.
Bifreiðamál
- 590/2020 - Um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Tók gildi 17. júní 2020.
- 1336/2020 - Um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Tók gildi 1. janúar 2021.
Fjárhagsleg aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna
- 545/2020 - Um breytingu á reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. Tók gildi 4. júní 2020.
Slysatryggingar almannatrygginga
- 1241/2020 - Um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2021. Tók gildi frá 1. janúar 2021.