Breytingar á lögum og reglugerðum 2019

Breytingar á lögum:

 • Nr. 48/2019 - Um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra). Tók gildi 26. júní 2019.
 • Nr. 71/2019 - Um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993, með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda). Tók gildi 5. júlí 2019.
 • Nr. 97/2019 - Um breytingu á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar (framfærsluuppbót og meðferð atvinnutekna). Tók gildi að hluta til 16. júlí 2019 (a.-c. liðir 1. gr.)og að hluta til 1. janúar 2019 (d,-liður 1. gr. og 2. gr.).
 • Nr. 135/2019 - Um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020. Tók gildi að hluta til 24. desember 2019 (16. gr.) og að hluta til 1. janúar 2019 (14., 15. og 17. gr.).
 • Nr. 140/2019 - Um skráningu einstaklinga. Tók gildi 1. janúar 2020.

Breytingar á reglugerðum:

Fjárhæðir bóta og frítekjumörk

 • Nr. 1121/2019 - Um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2020. Tók gildi 1. janúar 2020. 
 • Nr. 1122/2019 - Um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2020. Tók gildi 1. janúar 2020.
 • Nr. 1123/2019 - Um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Tók gildi 1. janúar 2020.
 • Nr. 1128/2019 - Um (3.) breytingu á reglugerð nr. 598/2009 um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags. Tók gildi 1. janúar 2020.
 • Nr. 1126/2019 - Um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2020 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Tók gildi 1. janúar 2020.
 • Nr. 1127/2019 - Um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2020 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar. Tók gildi 1. janúar 2020.
 • Nr. 1147/2019 - Um (13.) breytingu á reglugerð nr. 1112/2006, um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.  Tók gildi frá 1. janúar 2020. 

Sveigjanleg taka ellilífeyris og heimilisuppbótar

 • Nr. 1239/2019 - Um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar.  Tók gildi 1. janúar 2020.

Ráðstöfunarfé 

 • Nr. 1120/2019 - Um breytingu á reglugerð nr. 1255/2016 um ráðstöfunarfé og dagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar. Tók gildi 1. janúar 2020.

Orlofs- og desemberuppbót

 • Nr. 1124/2019 - Um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2020. Tók gildi 1. janúar 2020. 
 • Nr. 1070/2019 - Um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2019. Tók gildi 30. nóvember 2019.

Bifreiðamál

 • Nr. 1125/2019 - Um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Tók gildi 1. janúar 2020. 

Slysatryggingar almannatrygginga

 • Nr. 1239/2019 - Um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2020. Tók gildi frá 1. janúar 2020. 

Gildistaka reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar

 • Nr. 286/2019 - Um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VI). Reglugerðin staðfestir gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2017/492 um breytingar á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 883/2004 og 987/2009, sbr ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2018 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) og bókun 37 við EES-samninginn, sbr. einnig 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum og bókun 1 við EES-samninginn.  Tók gildi frá 27. mars 2019. 
 • Nr. 761/2019 - Um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VII). Reglugerðin staðfestir gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2019/500 um að koma á fót viðbúnaðarráðstöfun að því er varðar samræmingu almannatrygginga í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu, sbr ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2019 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) og bókun 37 við EES-samninginn, sbr. einnig 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum og bókun 1 við EES-samninginn.  Tók gildi frá 4. september 2019.