Breytingar á lögum og reglugerðum 2018

Breytingar á lögum

 • Nr. 80/2018 - Um lögheimili og aðsetur. Tók gildi 1. janúar 2019
 • Nr. 99/2018 - Um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Tók gildi 15. desember 2018
 • Nr. 127/2018 - Um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Tók gildi 28. desember 2018.
 • Nr. 128/2018 - Um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna og lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinna fjárhagsaðstoðar (framlag í lífeyrissjóði). Tók gildi 1. janúar 2019.
 • Nr. 138/2018 - Um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2019. Tók gildi 28. desember 2018 og 1. janúar 2019 (17. gr.).

Breytingar á reglugerðum

Fjárhæðir bóta og frítekjumörk

 • Nr. 1202/2018 - Um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2019. Tók gildi 1. janúar 2019. 
 • Nr. 1205/2018 - Um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2019. Tók gildi 1. janúar 2019.
 • Nr. 1200/2018 - Um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Tók gildi 1. janúar 2019.
 • Nr.1203/2018 - Um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2019 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Tók gildi 1. janúar 2019.
 • Nr. 1201/2018 - Um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2019 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar. Tók gildi 1. janúar 2019.
 • Nr. 1139/2018 - Um (12.) breytingu á reglugerð nr. 1112/2006, um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.  Tók gildi frá 1. janúar 2019.

Sveigjanleg taka ellilífeyris og heimilisuppbótar

 • Nr. 6/2019 - Um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar. Tók gildi 6. janúar 2019. 

Ráðstöfunarfé

 • Nr/1198/2018 - Um breytingu á reglugerð nr. 1255/2016 um ráðstöfunarfé og dagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar. Tók gildi 1. janúar 2019.

Orlofs -og desemberuppbót

 • Nr. 139/2018 - Um breytingu á reglugerð nr. 1196/2017, um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2018. Tók gildi 8. febrúar 2018.
 • Nr. 1199/2018 - Um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2019. Tók gildi 1. janúar 2019.
 • Nr. 1072/2018 - Um desemberuppætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2018. Tók gildi 1. desember 2018.

Bifreiðamál 

 • Nr. 1206/2018 - Um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Tók gildi 1. janúar 2019.

Slystryggingar almannatrygginga

 • Nr. 1162/2018 - Um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2019. Tók gildi frá 1. janúar 2019.