Tryggingastofnun

Lífeyrisréttindi

Lífeyrisárið

Þessi mynd útskýrir lífeyrisárið, ferli umsóknar hjá Tryggingastofnun,  frá því að umsókn um elli- eða örorkulífeyri berst.

Ef smellt er á hluta myndarinnar  kemur fram skýringartexti á hverju þrepi í ferlinu. 

Til baka


Ágúst

Inneignir greiddar út

Inneignir eru greiddar út í byrjun ágúst eftir endurreikning. 

- Lesa nánar um greiðslu inneigna

Skuldir innheimtar

Í endurreikningi getur myndast ofgreiðsla ef tekjur samkvæmt skattframtali eru hærri en gert hafði verið ráð fyrir í tekjuáætlun.

Samkvæmt meginreglu ber lífeyrisþegum að  endurgreiða ofgreiðslur innan 12 mánaða frá því að þær verða til.  Ef hægt er að koma við frádrætti af greiðslum þá er það gert, annars eru sendir rafrænir greiðsluseðlar í heimabanka. Mögulegt er að semja um annað greiðslufyrirkomulag.  

- Lesa nánar um innheimtu skulda

- Mínar síður.


Áramót

Greiðsluáætlun

Í byrjun árs er greiðsluáætlun komandi árs birt á Mínum síðum ásamt tillögu að tekjuáætlun. Þeir sem óska eftir að fá greiðsluáætlun senda heim geta óskað þess.

Lífeyrisþegar bera ábyrgð á að yfirfara tekjuáætlunina og leiðrétta hana ef ástæða er til.  
Ef tekjuáætlun er leiðrétt verður send ný greiðsluáætlun sem byggir á henni.

Ef ofgreiðslur eru til staðar fylgir kröfuyfirlit með áætlaðri endurgreiðslu. 


- Lesa nánar um greiðsluáætlun

- Lesa nánar um tekjuáætlunJúlí

Endurreikningur

Að lokinni álagningu skattayfirvalda vegna fyrra árs, eru greiðslur sem lífeyrisþegar fengu bornar saman við tekjur í staðfestu skattframtali.

Endurreikningurinn tryggir að allir fá greiddar réttar greiðslur miðað við tekjur.

Komi í ljós að of lágar bætur hafi verið greiddar greiðir Tryggingastofnun viðkomandi það sem upp á vantar.

Komi hins vegar í ljós að of háar bætur hafi verið greiddar myndast krafa sem Tryggingastofnun innheimtir.

Hægt er að kæra niðurstöðu endurreiknings til úrskurðarnefndar almannatrygginga.

- Lesa nánar um endurreikning

- Lesa nánar um málsmeðferð og kærurEftirlit

Eftirlit með greiðslum

Tryggingastofnun ber að hafa eftirlit með greiðslum. Ef misræmi er á tekjum úr staðgreiðsluskrá  og tekjuáætlun er send út ný greiðsluáætlun til lífeyrisþega.

Lífeyrisþegar bera ábyrgð á að gefa Tryggingastofnun réttar upplýsingar í tekjuáætlun.

- Lesa nánar um eftirlit með greiðslumSótt um örorkulífeyri

Örorkulífeyrir

Örorkulífeyrir er lífeyrir fyrir þá sem hafa skerta starfsorku samkvæmt læknisfræðilegu mati.

Sótt um örorkulífeyri

Til að fá örorkulífeyri þarf að liggja fyrir örorkumat. Læknir viðkomandi skilar til Tryggingastofnunar vottorði um örorkumat.

Sækja þarf um örorkulífeyri og er það gert á Mínum síðum. Einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublað um örorkulífeyri. Umsókn þarf að fylgja spurningalisti um færniskerðingu sem hægt er að fylla út og skila af Mínum síðum. Þegar niðurstaða liggur fyrir fá allir umsækjendur bréf. Ef umsókn er samþykk þarf að skila tekjuáætlun og skrá hjá TR nýtingu á persónuafslætti ef við á.

- Lesa meira um örorkulífeyri

Tekjuáætlun gerð

Þegar örorkumat liggur fyrir þarf að skoða inn tekjuáætlun. Það er áætlun umsækjanda um þær tekjur sem hann mun hafa á árinu. Á grundvelli þessarar áætlunar eru greiðslur ársins reiknaðar. Það er á ábyrgð umsækjanda að tekjuáætlun sé rétt. Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun.

- Nánar um tekjuáætlun


Sótt um ellilífeyri

Ellilífeyrir

Réttur til ellilífeyris myndast við 67 ára aldur. Sá sem náð hefur þeim aldri og hefur búið hér á landi í minnst þrjú ár á aldrinum 16-67 ára getur átt rétt á greiðslu ellilífeyris.

Tryggingastofnun sendir öllum sem verða 67 ára bréf þar sem bent er á mögulegan rétt til ellilífeyris.

- Nánar um ellilífeyri

Sótt um ellilífeyri

Þegar sótt er um ellilífeyri þarf að sækja um á Mínum síðum eða skila inn umsóknareyðublaði um ellilífeyri og tekjuáætlun.
Sé gert ráð fyrir að vera áfram á vinnumarkaði eftir að 67 ára aldri er náð getur borgað sig að fresta því að sækja um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun.

- Hvernig er sótt um ellilífeyri?

Tekjuáætlun gerð

Tekjuáætlun er áætlun umsækjanda um þær tekjur sem hann mun hafa á árinu. Á grundvelli þessarar áætlunar eru greiðslur ársins reiknaðar. Það er á ábyrgð umsækjanda að tekjuáætlun sé rétt. Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun.

Tekjuáætlun er hægt að gera á Mínum síður þar er líka hægt að breyta tekjuáætlun ef breytingar verða á högum greiðsluþega.

- Nánar um tekjuáætlun

-Fara á Mínar síður

Lífeyrir reiknaður

Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á útreikning lífeyris og tengdra greiðslna.  Lífeyrir er reiknaður út frá tekjuáætlun lífeyrisþega.

Tekjur sem eru undir frítekjumörkum hafa ekki áhrif á útreikning lífeyris. Alltaf er miðað við árstekjur.

Fyrsta árið er þó  reiknað með tekjum frá þeim degi sem taka lífeyris hefst.

Bráðabirgðaútreikning lífeyrisgreiðslna er hægt að gera í reiknivél lífeyris.

Lífeyrisþegar  geta einnig notað sitt svæði á Mínar síður til að fá yfirlit yfir áætlaðar greiðslur.

Útreikningur lífeyris og tengdra bóta - janúar 2012


Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica