Skjala- og upplýsingastjóri

Tryggingastofnun (TR) leitar að öflugum skjala- og upplýsingastjóra til  að leiða uppbyggingu og þróun skjalamála stofnunarinnar.  Öflug skjala- og upplýsingastjórnun stuðlar að góðum stjórnarháttum sem er forsenda skilvirkni og góðrar þjónustu við viðskiptavini. TR leggur  áherslu á umbótastarf og tekur m.a. þátt í umfangsmiklum nýsköpunarverkefnum til að efla stafræna starfsemi opinberra stofnana. Í boði er því áhugavert og krefjandi starf fyrir skjala- og upplýsingastjóra sem býr yfir góðri þekkingu og reynslu þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptafærni og fagmennsku. Um er að ræða 100% starf á rekstrarsviði stofnunarinnar.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu, verklags við skjalastjórnun og rafræns skjalastjórnunarkerfis
 • Verkstýrir teymi sem hefur umsjón með skjalavörslu
 • Umsjón með frágangi skjalasafns og eftirfylgni með skjalaskráningu
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn á sviði skjalamála
 • Þátttaka í gæðaverkefnum 
 • Þátttaka í umbótaverkefnum
 • Umsjón með fræðslu um skjalamál

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í upplýsingafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og starfsreynsla af skjalakerfinu ONE er kostur
 • Reynsla af kennslu og gerð kennsluefnis er kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
 • Reynsla af innleiðingu skjalastjórnunarkerfis er kostur
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og nákvæmni í starfi
 • Góð leiðtoga- og samskiptahæfni og rík þjónustulund
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni. 

TR hefur hlotið jafnlaunavottun skv. ÍST 85:2012.  Starfsmönnum TR er boðið upp á nútímalega vinnuaðstöðu með fyrsta flokks tæknibúnaði. Gildi stofnunarinnar eru traust, samvinna og metnaður. Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má nálgast á www.tr.is.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Davíð Ólafur Ingimarsson - david.ingimarsson@tr.is - 560 4400
Hólmfríður Erla Finnsdóttir - holmfridur.finnsdottir@tr.is - 560 4400

Sótt er um starfið á Starfatorgi