Sérfræðingur

Laust er til umsóknar starf sérfræðings hjá Tryggingastofnun. Megin starfssvið er umsjón með afgreiðslu umsókna um ellilífeyri og örorku. Leitað er að áhugasömum einstaklingi í starfsumhverfi þar sem góður starfsandi ríkir.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Mat og skráning umsókna ásamt ákvörðun réttinda
  • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til viðskiptavina í síma og framlínu
  • Þróun vinnuferla
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starf
  • Hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna
  • Mjög gott vald á rituðu íslensku máli
  • Góð enskukunnátta og góð færni í Norðurlandamáli. Önnur tungumál sem nýtast í starfi eru kostur
  • Mjög góð samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags
Stofnunin er nýflutt í ný húskynni þar sem boðið er upp á góða nútímalega vinnuaðstöðu. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Val á umsækjendum grundvallast á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað.

Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarkerfi Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni. Hjá Tryggingastofnun starfa rúmlega 100 starfsmenn. Gildi stofnunarinnar eru traust, samvinna og metnaður.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Margrét S. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Færnisviðs í síma 560 4400.

Sótt er um á starfatorgi