Lögfræðingur

Lögfræðingur

Tryggingastofnun leitar að öflugum lögfræðingi með þekkingu á opinberri stjórnsýslu og Evrópurétti.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf lögfræðings í krefjandi umhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði í starfi. Starfið heyrir undir Færnisvið sem annast m.a. umsóknir um örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla stjórnsýsluerinda og álitsgerða
- Leiðbeiningar og ráðgjöf til starfsfólks og viðskiptavina 
- Erlend samskipti við systurstofnanir 
- Umsjón og eftirfylgni með framkvæmd laga
- Ritun greinargerða vegna kærumála
- Bréfskriftir
- Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur
- Fullnaðarpróf í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi
- Þekking á sviði Evrópuréttar er skilyrði
- Mjög góð þekking á stjórnsýslurétti skilyrði
- Reynsla af vinnu við undirbúning löggjafar og reglugerða 
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði
- Góð kunnátta í Norðurlandamáli er æskileg
- Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð skilyrði
- Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. 

Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Hólmfríðar Erlu Finnsdóttur, mannauðsstjóra Tryggingastofnunar, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.

Tryggingastofnun flutti fyrr á árinu í nýtt húsnæði að Hlíðasmára 11 þar sem boðið er upp á nútímalega og góða vinnuaðstöðu. Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má nálgast á www.tr.is.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.09.2019

Nánari upplýsingar veitir
Margrét S. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Færnisviðs og Anna Elísabet Sæmundsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Færnisviðs í síma 560 4400.

Smelltu hér til að sækja um starfið