Framkvæmdastjóri réttindasviðs

Tryggingastofnun (TR) auglýsir eftir framkvæmdastjóra réttindasviðs, sem er sameinað færnisvið og lífeyrissvið í nýju skipulagi. Meginverkefni þess eru ákvörðun lífeyrisréttinda og tengdra greiðslna, afgreiðsla umsókna og þjónusta við viðskiptavini. Á sviðinu starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna með breiða þekkingu og reynslu. 

Framkvæmdastjóri réttindasviðs starfar í öflugu framkvæmdateymi TR. 

Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir stjórnunarreynslu, drifkrafti og góðum samskiptahæfileikum.

Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með að ákvörðun réttinda og afgreiðslu umsókna séu samkvæmt lögum, reglugerðum og góðri stjórnsýslu 
- Sér til þess að þjónustustefnu TR sé framfylgt
- Innleiðing nýrra verkefna og verklags
- Daglegur rekstur réttindasviðs 
- Upplýsingagjöf og samskipti við fagráðuneyti, samstarfsstofnanir, fagaðila á sviði málefna sviðsins og hagsmunasamtök

Hæfnikröfur
- Meistarapróf af heilbrigðissviði, félagsvísindasviði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
- Þekking og reynsla af stjórnun og mannaforráðum er skilyrði
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
- Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
- Innsæi, frumkvæði, sjálfstæði í starfi og metnaður til að ná árangri skipta miklu
- Góð kunnátta í íslensku, ensku og norrænu tungumáli. 
- Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn með verkefnum. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félagsráðgjafafélag Íslands hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. 

Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Hólmfríðar Erlu Finnsdóttur, mannauðsstjóra Tryggingastofnunar, Hlíðasmára 11 - 201 Kópavogur

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri í síma 560 4400 og 
Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri í síma 560 4400

Smelltu hér til að sækja um starfið