Fagstjóri sérfræðilækna hjá Tryggingastofnun

Laust er til umsóknar starf fagstjóra sérfræðilækna hjá Tryggingastofnun. Leitað er eftir framsæknum einstaklingi sem þarf að búa yfir miklum áhuga á endurhæfingu og úrræðum tengd örorku. Starfið byggir á öflugri teymisvinnu þar sem fagstjóri mun verkstýra öflugum hópi sérfræðilækna. Starfið veitist frá 1. janúar 2022 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Læknisfræðilegt mat á umsóknum um örorku lífeyristrygginga.
 • Ráðgjafi við læknisfræðileg mál svo sem við mat á umsóknum um endurhæfingarlífeyri, bifreiðastyrk og umönnunarmat.
 • Annað það er kemur að læknisfræðilegu mati varðandi almannatryggingar.
 • Fagleg uppbygging, þróun og skipulag á læknisfræðilegri ráðgjöf.
 • Stjórnun teymisvinnu.

Hæfniskröfur

 • Leitað er að sérfræðilækni með víðtæka reynslu á sviði bæklunarlækninga, endurhæfingarlækninga, geðlækninga, heimilislækninga, lyflækninga eða öðrum sérfræðigreinum sem nýtast í starfi við mat á sviði bótaréttar og endurhæfingar.
 • Víðtæk læknisfræðileg starfsreynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og færni í verkefnastjórnun.
 • Reynsla af stjórnsýslu er kostur. 
 • Þekking á flokkunarkerfum og matskvörðum í heilbrigðisþjónustu.
 • Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna.
 • Leiðtogahæfileikar, faglegur metnaður og framúrskarandi samskiptahæfni.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
 • Íslenskt sérfræðileyfi sem nýtist í starf á sviði bótaréttar og endurhæfingar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað. 

Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarþjónustu Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna. TR þjónar yfir 72.000 viðskiptavinum og greiðir úr réttindi fyrir ríflega 14 milljarða mánaðarlega. Hjá stofnuninn ríkir góður starfsandi og boðið er upp á góða nútímalega vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutíma. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. TR hefur hlotið jafnlaunavottun.

Hjá Tryggingastofnun starfa um 100 starfsmenn. Gildi stofnunarinnar eru traust, samvinna og metnaður. 

Starfshlutfall er 50-80%

Umsóknarfrestur er til og með 08.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Herdís Gunnarsdóttir - herdis.gunnarsdottir@tr.is
Hólmfríður Erla Finnsdóttir - holmfridur.finnsdottir@tr.is

Smelltu hér til að sækja um starfið