Laus störf

Störf hjá Tryggingastofnun

Hjá TR, einni helstu miðstöð velferðarmála á Íslandi, starfa um 100 manns við að leysa flókin verkefni og veita stórum hópi landsmanna þjónustu.

TR leggur áherslu á að hafa í sínum röðum hæft starfsfólk til að sinna þeim fjölbreyttu verkefnum sem stofnunin ber ábyrgð á.

Starfsmönnum er boðið upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi með sveigjanlegum vinnutíma.

Til að fá frekari upplýsingar um störf og starfsumhverfi TR, sendu póst á starf@tr.is

Fjölbreytt menntun og mikill mannauður

  • Hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna TR hefur á síðustu árum hækkað úr tæpum 20% í rúmlega 60%.

  • Hækkað menntunarstig starfsmanna TR er til að mæta síauknum kröfum og flóknari verkefnum.

  • Starfsemin er mun sérhæfðari og verkefnin meira krefjandi en áður, ekki síst á sviði lögfræði og fjármála.

  • Hver ráðning er sjálfstætt verkefni sem byggist á skilgreiningu starfsins. Við veljum fólk sem nýtist best hverju sinni miðað við þær kröfur sem gerðar eru.

Öllum umsóknum er svarað.