Tryggingastofnun
Fréttir

7.12.2016

Vel sóttur kynningarfundur á Ísafirði

Kynningarfundur vegna nýrra laga um ellilífeyri var haldinn á Ísafirði í gær. Isafjordur-gestir

Um 60 manns sóttu fundinn þar sem Sigríður Lillý forstjóri TR fór m.a. yfir markmið nýju laganna og samspil lífeyris og tekna.

Umræður voru góðar á fundinum enda mikill áhugi á lífeyrisréttindum hjá landsmönnum.

Fleiri kynningarfundir eru áætlaðir á næstunni og verður næsti fundur á Egilsstöðum þann 14. desember kl. 16 á Hótel Héraði.

Fundirnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Til baka