Tryggingastofnun
Fréttir

26.2.2016

Umsóknir um meðlag hjá TR verða eingöngu rafrænar frá 1.mars 2016

Frá og með 1. mars nk. verður einungis hægt að skila umsóknum um meðlag, bráðabirgðameðlag og sérstakt framlag vegna náms af Mínum síðum á tr.is. Þar með verður hætt að taka á móti umsóknum um þessi réttindi á pappír.

Undanfarin ár hefur TR þróað rafræna þjónustu fyrir viðskiptavini og er þessi breyting liður í þeirri þróun.

Auk ofangreindra umsókna er fjöldi umsókna komnar inn á Mínar síður m.a. ellilífeyrir, örorkulífeyrir, heimilisuppbót o.fl.  TR tekur hinsvegar á móti pappír fyrir þær umsóknir en bendir á að það er fljótlegt og þægilegt að skila umsókn á mínum síðum. Einnig flýtir það fyrir öllum samskiptum milli TR og viðskiptavina ef Mínar síður eru notaðar.

Fyrir þá sem eru með tekjutengd réttindi er auðvelt og þægilegt að breyta tekjuáætlun á Mínum síðum. Einnig er hægt að fá bráðabirgðaútreikning eftir að tekjuáætlun hefur verið breytt. Mikilvægt er að hafa tekjuáætlun rétta fyrir tekjutengd réttindi og bera lífeyrisþegar ábyrgð á að upplýsa TR ef tekjur eða aðstæður breytast.

Innskráning á Mínar síður er með Íslykli frá Þjóðskrá eða rafrænum skilríkjum. 

Til baka