Tryggingastofnun
Fréttir

16.2.2018

Tryggingastofnun flytur

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Ríkiskaup óskað eftir að taka á leigu um 2.600 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir Tryggingastofnun. Áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og næg bílastæði. Einnig er mikilvægt að húsnæðið sé í nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur.

Vonast er eftir að fljótt takist að finna gott húsnæði fyrir stofnunina sem hentar starfseminni og viðskiptavinum vel. 

Til baka