Tryggingastofnun
Fréttir

1.12.2016

Þjóðfundur TR

Fundargestir á þjóðfundiÍ nóvember hélt TR þjóðfund með starfsmönnum og gestum til að setja nýja framtíðarsýn og sóknaráætlun til ársins 2021.

Þátttakendur á fundinum voru um 140  talsins og góð blanda af starfsmönnum og stjórnarmönnum TR, fulltrúum frá félagasamtökum og stofnunum, alþingismönnum og ráðherra.

Notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag til að fá fram hugmyndir, tillögur og sjónarmið sem flestra.  Mjög góðar umræður sköpuðust á borðum og hugmyndaríkir fundargestir voru ófeimnir við að koma sínum hugmyndum á framfæri.  

Hugmyndir ræddar á þjóðfundiEr þetta í annað sinn sem TR heldur slíkan þjóðfund en árið 2011 var haldinn sams konar fundur sem lagði grunninn að framtíðarsýn næstu fimm ára þar á eftir.


hópavinna á þjóðfundi miðum raðað.

Verkefnavinna á þjóðfundi

Til baka