Tryggingastofnun
Fréttir

9.5.2017

Örorkulífeyrir við 18 ára aldur

Meginreglan varðandi mikið fötluð ungmenni sem hafa verið með umönnunarmat vegna fötlunar eða sjúkdóma og geta ekki sjálf sótt um örorkulífeyri, er að foreldrar eða forráðamenn sækja um fyrir þeirra hönd áður en þau verða lögráða 18 ára. Ef sótt er um eftir afmælisdaginn og ungmennið er orðið lögráða, þarf að ganga frá umboði til umboðsmanns sem gæti verið foreldri eða forráðamaður eða annar sem ungmennið samþykkir. Umboðsmaður sækir þá um.

·         Umboð til að sinna málum hjá Tryggingastofnun - Eyðublað

·         Leiðbeiningar við meðferð mála hjá Tryggingastofnun - Upplýsingablað

Ef augljóst þykir að skilyrði örorkumatsstaðals séu uppfyllt er ekki krafist sérstakrar læknisskoðunar vegna örorkumats.  

Örorkumatið er færnimat skv. staðli en ekki sjúkdómsmat eða fötlunarmat í hefðbundnum skilningi. Forsendur þess eru því aðrar en forsendur umönnunarmats barna og ungmenna.

Gögn sem þurfa að fylgja eru umsókn og læknisvottorð. Spurningalisti er valkvæður.

Vert er að vekja athygli á því að ungmennið missir ekki neins af greiðslum þó svo að ekki sé sótt tímanlega fyrir 18 ára afmælisdaginn. Ef skilyrði örorkumatsins eru uppfyllt þá er greitt afturvirkt til þess tíma allt að tveimur árum.  

Til baka