Tryggingastofnun
Fréttir

20.6.2017

Orlofsuppbót lífeyrisþega greidd út þann 1. júlí

Orlofsuppbót lífeyrisþega verður greidd þann 1. júlí.

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar:  Orlofsuppbót nemur 20% af fjárhæð tekjutryggingar og heimilisuppbótar, fyrir skatt.

Ellilífeyrisþegar: Orlofsuppbót verður 34.500 kr. í júlí fyrir skatt sem lækkar um 2% vegna tekna og verður án frítekjumarks.
Ný greiðsluáætlun ellilífeyrisþega með orlofs- og desemberuppbótum verður birt á Mínum síðum þann 21. júní.

 

 

Til baka