Tryggingastofnun
Fréttir

29.6.2012

Stöðvun meðlagsgreiðslna til erlendis búsettra - ítrekun frá 1. júní

 

Vakin er athygli á að Tryggingastofnun ríkisins hætti frá og með 1. júní sl. að hafa milligöngu um greiðslu meðlags til þeirra sem eru búsettir í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.

Þann 1. júní tók gildi breytt reglugerð Evrópusambandsins nr. 883/2004.  Breytingin felur í sér að milliganga stofnana um greiðslu meðlags milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins hætta þar sem ekki er litið á greiðslur meðlags sem beinar fjölskyldubætur og þar með ekki hluta af heildarstuðningi til fjölskyldna. 

Tryggingastofnun annaðist þessa milligöngu um meðlagsgreiðslur fram til 1. júní að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til 45 einstaklinga. Síðasta greiðslan var innt af hendi 1. júní sl. Bréf til þeirra sem málið varðar er hægt að nálgast á tr.is, Mínar síður en bréf var einnig sent í pósti til þeirra sem höfðu tilkynnt nýtt heimilisfang til Þjóðskrár.

Eftir breytinguna þurfa þeir sem málið varðar að gera aðrar ráðstafanir vegna meðlagsgreiðslna. Í sumum löndum er hægt að sækja um til stofnana sem sjá um meðlagsgreiðslur en í öðrum þurfa foreldrar að semja sín á milli um að greiða meðlagið beint.

Hér fylgir listi yfir nokkur lönd eftir því hvort hægt er að sækja um meðlagsgreiðslur þar eða ekki. Ekki er vitað hvernig málum er háttað í þeim löndum sem ekki koma fram í listanum.

Lönd þar sem hægt er að sækja um fyrirframgreiðslu meðlags

Austurríki

Danmörk

Finnland

Frakkland

Liechtenstein

Luxemburg

Noregur

Slóvakía

Slóvenía

Sviss (fer eftir kantónum)

Svíþjóð

Tékkland

Ungverjaland

Þýskaland

Lönd þar sem ekki er hægt að sækja um fyrirframgreiðslu meðlags

Bretland

Eistland

Grikkland

Holland

Ítalía

Írland

Kýpur

Lettland

Litháen

Malta

Pólland

Spánn

Til baka