Tryggingastofnun
Fréttir

31.3.2017

Nokkur atriði varðandi eftirlit og upplýsingagjöf hjá TR

Nokkur atriði varðandi eftirlit og upplýsingagjöf hjá TR:

 

  • Skilvirkt og gott eftirlit er mikilvægur, eðlilegur og lögbundinn þáttur í starfsemi TR og sambærilegra opinberra stofnana í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndunum.
  • Eftirlit snýst í einu og öllu um að tryggja réttar greiðslur til handa viðskiptavinum TR og fer fram á öllum stigum í starfsemi stofnunarinnar. Það beinist bæði að van- og ofgreiðslum í öllum bótaflokkum og hefur auk þess forvarnargildi. Eiginlegur málafjöldi sem eftirlitseining TR hefur til skoðunar er því aðeins einn angi eftirlits og segir ekki alla söguna um virkni þess.

  • Þrátt fyrir auknar lagaheimildir til eftirlits frá árinu 2014 hefur TR ekki eins víðtækar eftirlitsheimildir og sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum. Þar er t.a.m. mun lengra gengið í samkeyrsluheimildum milli stofnana og mikil samvinna fer fram við lögreglu og skattayfirvöld í tengslum við eftirlitsmál.

  • TR fer varfærnislega í að flokka mál sem bótasvik og algengast er að mál sem eftirlit hefur til skoðunar séu flokkuð sem mistök bótaþega. Viðskiptavinurinn er þannig látinn njóta vafans í miklum meirihluta tilfella.

  • Lögum samkvæmt þarf að sækja sérstaklega um allar bætur hjá TR og stofnunin hefur ekki heimild til að hefja greiðslur án umsóknar. Síaukin áhersla er lögð á leiðsögn og upplýsingagjöf í starfi TR og í því felast m.a. ábendingar um rétt sem viðskiptavinir kunna að eiga en hafa ekki sótt um. 

 

Til baka