Nýtt fræðslumyndband um tekjuáætlun

19. apríl 2023
Út er komið stutt og gagnlegt fræðslumyndband um tekjuáætlun. Því er ætlað að vera góður vegvísir fyrir þau sem eru að hefja töku lífeyris.
  • Í myndbandinu er fjallað um mikilvægi tekjuáætlunar, en allir sem sækja um lífeyrisgreiðslur frá TR þurfa jafnframt að skila tekjuáætlun.
  • Rétt er að benda á að hægt er að breyta tekjuáætlun allan ársins hring og bera lífeyrisþegar ábyrgð á að uppfæra hana ef tekjur eða aðstæður breytast.
  • Myndbandið er sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem eru að hefja töku ellilífeyris en það er aðeins um tvær mínútur að lengd.
Myndbandið er með íslensku tali en má einnig nálgast með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Enskur texti:
Íslenskur texti:
Pólskur texti: